MATARGATIÐ

fimmtudagur, júní 14, 2007



Litla stubba fór í skoðun áðan. Er orðin 7920 gr og 68, 3 cm á hæð. Er aðeins undir meðal kúrfu en allt í góðu samt. Hjúkrunarkonunni fannst hún rosa sterk og dugleg. :)

Malín fór líka í skoðun og voru mínar tölur staðfestar síðan á afmælinu. Rétt rúmir 101 cm og 15 kg slétt.
Hún fór einnig í sjónpróf og fékk hin ýmsu verkefni sem hún gat með príði. Það eina sem er ekki alveg nógu gott er jafnvægið. Hún er ekkert eðlilega dettin barnið og völt. Við fengum upp símanúmer hjá konu hér í bæ sem er með íþróttaskóla fyrir 3 og 4 ára börn. Það verður frábært fyrir hana að komast í svoleiðis

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home