MATARGATIÐ

föstudagur, september 07, 2007

Fleiri ofnæmisfréttir

Hitti heimilislæknirinn áðan. Hann gat að sjálfsögðu ekki hjálpað mér mikið. Þeir gera það nú sjaldnast þessir dúdar. Sagði mér að taka ofnæmislyf alla daga svona til að reyna að fyrirbyggja þetta aðeins.

Talandi um þennan lækni að þá er hann með furðulegustu putta í heimi. Frekar fyndið. Þegar ég sá hann fyrst tók ég eftir þessum líka hrikalega stóra RISA putta á vinstri hendinni á honum. Puttinn er ekki bara pínu stærri en hinir heldur a.m.k helmingi stærri og jafnvel meira en það.
Í dag tók ég svo eftir því að gaurinn er ekki bara með einn heldur tvo svona hlunka RISA putta. Ég get svo svarið það, hann var ekki svona síðast þegar ég sá hann. Hann hlýtur að vera að rækta þessa puttalinga sína.

En aftur í ofnæmið.
Doxinn sagði að ég mætti búast við því að bíða í 4-8 vikur eftir því að hitta sérfræðing. Ég hringdi svo í sjúkrahúsið áðan og talaði þar við voða næs konu. Hún tjáði mér þær fáránlegu fréttir að það væri a.m.k hálfsárs bið. Ég gæti fengið tíma í mars, apríl. Ég sagði henni að sjálfsögðu að það væri bara ekki möguleiki fyrir mig að bíða svo lengi. Tjáði henni það svo að ég hefði fengið kast fyrir nokkrum dögum og það hefði þurft að hringja á sjúkrabíl fyrir mig. Þá varð staðan aðeins önnur. Kellan sagði bara...uuuu... geturðu kannski komið í næstu viku?
Ég var frekar mikið sátt :)

Annars er ástandið svipað. Er aðeins hressari, samt ennþá jafn fáránlega dofin, þó sérstaklega í andlitinu. Dagarnir einkennast allir af mikilli rússibanaferð. Mér líður allt í lagi í nokkrar mín., en svo fer mér að líða alveg ótrúlega asnalega. Fæ rosalega yfirliðstilfiningu, svima og fleira skemmtilegt. Þetta gerist ekkert endilega eftir að ég er búin að borða eitthvað heldur bara upp úr þurru.
Mér finnst ég vera farin að finna alltaf oftar og oftar viðbrögð við mat. Smakkaði pínu kókosmjólk í gær og fékk strax hálfgerða köfnunartilfiningu í hálsinn og kláða hér og þar. Eldaði hrísgrjónin upp úr henni og þá var allt í lagi að éta hana. Merkilegt allt saman.


Meira síðar.

2 Comments:

  • At 2:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Vá hvað er nú frábært að hún hlustaði á þig blessunin og þú fékkst þennan tíma en vá Dagný þetta er hrikalegt ástand. En getur verið að þetta sá ástæðan fyrir hvað þú hefur verið dugleg að næstum liða yfir þig og þessi svimi alltaf í gegnum árin að það sé að koma eitthvað ofstækisfullara ef maður getur orðað það þannig:) út núna? Þetta er bara ótrúlegt að þetta vesni svona fljótt þú komin á gamals aldur;).
    Jæja en það er gott þú komst að hjá doksa vonum að hann verði klár í kollinum sá.
    Ég sé alveg gaurinn fyrir mér að skoða þig með risa puttana:) hehe.
    En ertu ennþá ein með stelpurnar?
    Farðu vel með þig heillin mín;)

     
  • At 1:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þetta er ekkert smá skrítið allt saman. aldrei heyrt um annað eins tilfelli. sem betur fer hlustaði kellan á þig þegar þú barst þig illa. Vona að eitthvað komi út úr þessu í næstu viku
    kv, Alma

     

Skrifa ummæli

<< Home