MATARGATIÐ

sunnudagur, september 02, 2007

Gæti ég fengið 2 sjúkrabíla, 4 slökkviliðsmenn og einn lækni takk fyrir?

Þá erum við fjölskyldan komin heim frá Íslandi. Dvölin var skemmtilega að vanda en það er samt alltaf gott að koma heim aftur.
Síðasti dagurinn verður lengi í minnum hafður. Ég nörraStína Bína Lína lenti nú heldur betur í því. Við vorum boðin í kvöldmat til Ölmu og Gumma. Þar fengum við að sjálfsögðu dýrindis máltíð. Nýveidda bleikju með ýmsu gúmmulaði. Í desert buðu þau svo upp á fína köku sem innihélt m.a hnetur, döðlur banana og ýmislegt annað. Þessi kaka er ekkert bökuð heldur er þetta bara svona hrákaka sem er voða holl :)
Eftir fyrsta bitann fór ég að finna svona ofnæmisviðbrögð eins og ég finn þegar ég set ávaxtabita upp í mig. Sviði og kláði upp í gómnum og pínu svona kitl. Ég hugsaði með mér að ég gæti nú ekki verið með ofnæmi fyrir þessu þar sem ég hef alltaf getað borðað banana en það eru einu ávextirnir ásamt Hollenskum bláberjum sem hafa ekki pirrað mig. Eftir bita númer 2 var mér farið að líða ansi mikið illa. Þurfti að standa upp frá borðinu og labba um gólf. Það var orðið erfiðara að anda og mér ég þurfti að flýja út á svalir því mér var orðið eitthvað svo heitt og mér leið bara ALLS ekki vel. Alma sem er hjúkka spurði mig strax hvort hún ætti nú ekki að hringja á 112 sem mér fannst frekar hallærislegt. Þegar ég sá fram á að þetta færi bara versnandi ákvað ég að þyggja það boð með því sama. Eftir örfáar mín. komu síðan 3 eða 4 slökkviliðsmenn þrammandi inn til að tékka á mér , og einn læknir í öðrum sjúkrabíl var á leiðinni. Þeir mátu stöðuna þannig að læknirinn ætti að kíkja á mig líka og kom hann eftir örstutta stund.
Mér leið svo ótrúlega illa að það liggur við að ég muni þetta í hálfgerði þoku. Þetta var nánast jafn óþægilegt eins og þegar ég fékk gallsteinakastið fyrir tæpum 3 árum síðan en þá hélt ég að ég væri að syngja mitt síðasta.
Doksinn mat stöðuna þannig að ég þyrfti ekki að fá adrenalínsprautu. Sagði að það hefði verið fínt hjá mér að taka ofnæmistöflu og nefsprey um leið og ég byrjaði að finna fyrir óþægindum. Taldi ekki þörf á því að eg færi með þeim í sjúkrabílnum en sagði að það væri gott ef ég léti tékka á mér á spítalanum.
Þar sem við vorum á leiðinni til Keflavíkur í flug eldsnemma næsta morgun að þá ákvað ég að best væri að fara bara þangað og kíkja á sjúkrahúsið þar ef ég færi ekki að lagast.
Bílfeðin þangað var síðan frekar mikið slæm. Einkennin komu og fóru þannig það endaði með því að konan á gistiheimilinu skutlaði mér niður á spítala í skoðun strax og við tékkuðum okkur þar inn. Sem betur fer var lítið að gera þar þannig að ég komst fljótlega að.
Doksinn þar sagði að þeir litu svona köst yfirleitt alvarlegum augum og að sjúklingarnir væru oft lagðir inn til frekara eftirlits. Hann gaf mér svo einhvern steradrykk sem átti að láta mér líða betur og fylgdist svo með mér í u.þ.b klukkutíma. Mér leið a.m.k ekki verr og var alveg að sofna þannig að ég spurði hann hvort ég mætti ekki bara fara upp á gistiheimili (sem var staðsett í næstu götu) og sofa. Ég yrði þá ekki lengi að koma mér niður á spítala aftur ef mér versnaði. Hann samþykkti það þannig að ég var komin í ból rétt rúmlega tólf á miðnætti.
Einkennin voru svipuð, ekki jafn slæm samt, en ég gat með engu móti sofnað fyrr en eftir klukkan þrjú. Svo var bara ræs klukkan fimm þar sem við áttum flug út eldsnemma.
Ég verð nú að viðurkenna það að ég var pínu stressuð að fljúga svona.
Nú hugsar maður líka alltaf, ætli ég geti borðað þetta og hitt og ætli ég fái annað kast núna??
Ekki skrítið kannski þar sem maður er allur morandi í þessu stressgeni sem fylgir sumu af mínu fólki.
Ástandið er svona lala núna. Er alls ekki búin að jafna mig. Er rosalega mikið dofin í puttum, tám og í andliti. Hef rosa litla tilfiningu sem er mjög óþægilegt. Er líka með svima (sem er nú kannski ekkert nýtt, en svona í það mesta núna) og síðan er ég með þessa hressilegu strengi innan í mér þar sem mér fannst þrengja að mér. Mjög merkilegt.

Ég held að það sé ekkert annað í stöðunni en að finna einhvern almennilegan ofnæmislækni sem getur fundið eitthvað út úr þessu hjá mér.
Ég er sko ekki að nenna þessu.

6 Comments:

  • At 6:41 e.h., Blogger Unknown said…

    Hæ og takk fyrir síðast sem endaði ekki eins vel og við hefðum viljað :(
    Þori vart að búa til svona köku aftur...
    Drífðu þig til læknis, helst í gær. Ég fylgist með.

     
  • At 10:51 f.h., Blogger Dagný said…

    Ég fór í gær til heimilislæknisins míns. Ætlaði að biðja þau þar um að hjálpa mér að finna góðan ofnæmislækni. Ég benti þeim að sjálfsögðu á það að ég væri búin að fara í eitt test hérna í Oisterwijk.
    Að sjálfsögðu þarf þetta að vera vesen. Fyrst þarf ég að hitta heimilislækninn (aftur) og svo getur hann vísað mér áfram á annan lækni ef honum finnst þess þurfa. Dö...
    Síðan fæ ég ekki tíma hja´honum fyrr en á föstudag þannig að ég má kannski bara búast við því að hitta ofnæmis lækni eftir 6 eða 8 vikur.

    Ægir er farinn til Noregs þannig að það verður bara þurt brauð og vatn á meðann.

     
  • At 1:39 f.h., Blogger Soar Iceland said…

    hvað er að heyra þetta dúllan mín við verðum að' trúa að þetta fari allt á bestu vegu. vertu jákvæð og bjartsýn elskan veit það að það er oft erfitt en þó nauðsynlegt þá gengur allt svo miklu betur heyri í þér fljótlega og gangi þér vel í baráttunni þín vink heiða

     
  • At 2:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ji elsku kellan mín. Þetta er svakalegt dæmi. Vá eins gott það verði hægt að greina allt hvað það er sem þú þolir ekki svo að þú getir nú borðað aðeins meira en vatn og brauð. Vonandi gengur vel að vera ein með stelpurnar. Gangi þér vel með þetta, ég fylgist með þér, þú setur inn fréttir.
    kveðja úr Svíjaríkinu

     
  • At 3:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æi, hrikalegt.. Já ég skil vel að þú sért með stresskast yfir því þegar þú borðar, hvort þetta sé í lagi og hvort og hvenær þú fáir annað kast.. X putta og vona það verði hægt að hjálpa þér sem fyrst og fá einhverjar niðurstöður í þetta... Vonandi samt hafi þið það nú gott þarna úti, þrátt fyrir allt og við Sigurður Gísli biðjum að heilsa héðan frá Klakanum... ;)

     
  • At 9:56 e.h., Blogger Unknown said…

    Ferlegt að þurfa að bíða svona lengi eftir lækni. Svona er þetta á ansi mörgum stöðum - endalaus bið eftir læknum. En berðu þig bara nógu helv... illa á föstudaginn. Hann á að taka þetta mjög alvarlega að þú hafir fengið einkenni bráðaofnæmis. Segðu honum einnig að þú sért ein heima með stúlkurnar svo þetta er grafalvarlegt ef þú skyldir fá ofnæmiskast.
    Þú VERÐUR bara að komast til ofnæmislæknis ASAP

     

Skrifa ummæli

<< Home