Skrautlegt ferðalag
Það er eins og ég hafi lent undir valtara.
Það tekur ótrúlega mikið á að ferðast svona á milli landa, og þó sérstaklega þegar farangurinn er ægilegur, börnin (eða annað þeirra) ekki alveg í essinu sínu og svo er maður í því að bíða og bíða og bíða.
Þegar á flugvöllinn var komið blasti við okkur hundfúlar raðir. Ægir fór í eina röð og ég í aðra. Þar biðum við ótrúlega lengi :(
Þegar ég sá fram á að ég væri við það að komast að, að þá hóaði ég í Ægi. Alltaf er maður nú í því að velja vitluasa röð því strax þegar Ægir var kominn með allt okkar dót kom þessi kerlingardru... sem óð fram yfir allt og alla með sinn Saga class miða.
Eftir að við vorum búin að skila af okkur töskunum beið okkar aðrar raðir en þar völdum við að sjálfsögðu aftur kolvitlausa röð.
Eftir rúma 2 tíma í röðum vorum við loksins mætt í fríhöfnina. Ætluðum að fá okkur eitthvað gott að eta fyrir flug en ekki var tími til þess. Skófluðum því í okkur 2 vondum samlokum áður en við héldum inn í velina.
Lentum á leiðinlegri kerlingu í flugvélinni sem nennti ekkert að hjálpa okkur við að finna auka sæti fyrir okkur, eða þ.e.a.s konuna sem var í næsta sæti við okkur. Hún var nú meira að segja búin að bjóðast til þess sjálf að færa sig þar sem hún sá hvað við vorum með lítið pláss.
Þess í stað ákvað hún að drífa barnastólinn okkar niður í lest áður en allir voru búnir að koma sér fyrir. Við sáum svo nokkrum mín. síðar að það voru fullt af sætum laus nálægt okkur. Frekar fúlt. Við urðum því að skiptast á að halda og sitja með Emmu allt flugið og það var sko ekki beint gaman. Hún var ekki að nenna því að vera kyrr og gat ómögulega sofnað hjá okkur og var því mikið gólað og gargað. Það hefði a.m.k verið pínu pása fyrir mann að getað sett hana í barnastólinn á meðan matartíma stóð.
Ferðin frá Keflavík til Hafnarfjarðar var nú lítið skárri. Sumir voru á gólinu ALLA leiðina.
Fórum svo í flug frá Reykjavík - Akureyrar um kvöldmatarleytið og allir orðnir frekar mikið búnir á því.
Lentum í ömurlegu flugi. Reyndar var það allt í lagi framan af en síðustu 15 mín. voru vægast samt ömurlegar. Vélin hoppaði og skoppaði þvílíkt og ég þakkaði nú bara fyrir að sleppa lifandi þarna út.
Nóg um kvart og kvein í bili.
Farin að fá mér morgunmat. Þann þriðja á þessum morgni :)
Það tekur ótrúlega mikið á að ferðast svona á milli landa, og þó sérstaklega þegar farangurinn er ægilegur, börnin (eða annað þeirra) ekki alveg í essinu sínu og svo er maður í því að bíða og bíða og bíða.
Þegar á flugvöllinn var komið blasti við okkur hundfúlar raðir. Ægir fór í eina röð og ég í aðra. Þar biðum við ótrúlega lengi :(
Þegar ég sá fram á að ég væri við það að komast að, að þá hóaði ég í Ægi. Alltaf er maður nú í því að velja vitluasa röð því strax þegar Ægir var kominn með allt okkar dót kom þessi kerlingardru... sem óð fram yfir allt og alla með sinn Saga class miða.
Eftir að við vorum búin að skila af okkur töskunum beið okkar aðrar raðir en þar völdum við að sjálfsögðu aftur kolvitlausa röð.
Eftir rúma 2 tíma í röðum vorum við loksins mætt í fríhöfnina. Ætluðum að fá okkur eitthvað gott að eta fyrir flug en ekki var tími til þess. Skófluðum því í okkur 2 vondum samlokum áður en við héldum inn í velina.
Lentum á leiðinlegri kerlingu í flugvélinni sem nennti ekkert að hjálpa okkur við að finna auka sæti fyrir okkur, eða þ.e.a.s konuna sem var í næsta sæti við okkur. Hún var nú meira að segja búin að bjóðast til þess sjálf að færa sig þar sem hún sá hvað við vorum með lítið pláss.
Þess í stað ákvað hún að drífa barnastólinn okkar niður í lest áður en allir voru búnir að koma sér fyrir. Við sáum svo nokkrum mín. síðar að það voru fullt af sætum laus nálægt okkur. Frekar fúlt. Við urðum því að skiptast á að halda og sitja með Emmu allt flugið og það var sko ekki beint gaman. Hún var ekki að nenna því að vera kyrr og gat ómögulega sofnað hjá okkur og var því mikið gólað og gargað. Það hefði a.m.k verið pínu pása fyrir mann að getað sett hana í barnastólinn á meðan matartíma stóð.
Ferðin frá Keflavík til Hafnarfjarðar var nú lítið skárri. Sumir voru á gólinu ALLA leiðina.
Fórum svo í flug frá Reykjavík - Akureyrar um kvöldmatarleytið og allir orðnir frekar mikið búnir á því.
Lentum í ömurlegu flugi. Reyndar var það allt í lagi framan af en síðustu 15 mín. voru vægast samt ömurlegar. Vélin hoppaði og skoppaði þvílíkt og ég þakkaði nú bara fyrir að sleppa lifandi þarna út.
Nóg um kvart og kvein í bili.
Farin að fá mér morgunmat. Þann þriðja á þessum morgni :)
3 Comments:
At 3:47 e.h., Nafnlaus said…
Hæ,
Gott að þið eruð komin á leiðarenda eftir leiðinlegt ferðalag!!
Var að leyta að smá ofnæmisupplýsingum þar sem það virðist vera að bætast eitthvað við ofnæmin hjá honum Arnari Breka. Rakst á lista yfir krosssvörun og datt þú í hug. Kíktu á þessa slóð: http://www.ao.is/?c=webpage&id=58
b.kv. Herdís Björk
At 12:49 e.h., Dagný said…
Takk fyrir þetta Herdís.
Ég fékk einmitt blað með mér heim af sjúkrahúsinu með ýmsum upplýsingum um svona kross ofnmæmi. Kíki á þessa síðu líka.
Sjáumst vonandi.
At 5:26 e.h., Unknown said…
það er aldeilis ferðasaga. Já ekki spennandi þegar börnin eru ekki í sínu besta skapi í svona ferðum. Sem betur fer komust þið þó á leiðarenda. Vonandi njótiði vel dvalarinnar á Íslandi. Er ekki kalt fyrir norðan eins og hér??? Biiirrrrrr
Skrifa ummæli
<< Home