Loksins :)
Jæja jæja.
Ég er mætt aftur. Mikið búið að gerast síðan síðast enda fleiri fleiri dagar og vikur síðan síðast.
Komum heim frá Íslandi sunnudaginn 28 oktober. Mútta mín kom með okkur og fór hún heim í gær. Höfum átt góðar stundir saman mæðgur ásamt snúllunum mínum. Ægir er búinn að vera í Barcelona síðan á laugardaginn og kemur ekki heim fyrr en seint annaðhvöld.
Hann er þar á ráðstefnum alla daga og er að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt sem ég hef ekkert vit á.
Ég ætlaði að skutla mömmu á Schiphol í gær en stærri músin mín náði sér í gubbupesti í fyrrinótt. Það var því ekkert vit í því að keyra svona lengi og ákváðum við því í sameiningu að við myndum bara skutla henni til Den Bosch sem er bara í 20 mín. fjarlægð. Þar tók hún svo lest út á flugvöll. Ekkert smá dugleg :)
Þá munaði ekki miklu að ég hafi keyrt út af á leiðinni þar sem Malín byrjaði að gubba þvílíkt mikið aftur í :(. Greyjið. Mér brá svo rosalega, fór að glápa aftur í og var nærri lent á handriði. Sem betur fer slapp það samt.
Mamma var nú ekki alveg til í að sleppa af okkur beislinu, bauðst til að vera lengur og fresta fluginu og alles en það var nú kannski óþarfi, enda vorum við nánsast komnar á lestarstöðina. Músin gubbaði svo aðeins á leiðinni heim og svo strax og við komum inn um dyrnar heima. Hún var frekar mikið slöpp í allan gærdag og gubbaði einu sinni í nótt. Hún var líka ansi mikið slöpp í dag, svaf mjög illa og var því ekki í miklum gír fyrir leikskólann.
Hún er samt alveg ótrúlega dugleg þessi elska. Við ákváðum að fara út í garð að viðra okkur í gær og var ég búin að klæða þær systur í útiföt þegar Malín fer eitthvað að kvarta. Segir að hún sé allt í einu svo rosalega þreytt og að hún vilji bara hvíla sig. Ég spyr hana svo hvort hún þurfi að gubba en hún neitar því. Ég sé samt að hún er öll að fölna upp og rek hana áfram inn í stofu þar sem fatan var staðsett. Hún var aðeins of sein og byrjaði að gubba á mitt gólf, rann svo til og datt í öllu gumsinu en náði svo að teygja sig í fötuna og klára að gubba restina þar. Þar beið hún svo heillengi á meðan ég var að reyna að fá Emmu til að bíða úti í garði (þar sem henni finnst fátt meira spennandi en gubb til að sulla í) og þurka allt upp.
Mér finnst hún svo ótrúlega dugleg. Það er ekki mikið verið að kvarta eða skæla. Nei nei..bara ohhh..mamma það fór aðeins á gólfið :) frekar fyndin.
Ég byrjaði svo að finna fyrir slappleika og leiðindum í gærkvöldi. Fékk hálsbólgu, beinverki og fleira skemmtilegt. Er búin að vera drulluslöpp í dag og hef varla haldið haus. Frekar ömurlegt að vera svona. Hef reyndar ekki verið með nema 38 stiga hita en það er alveg slatti þegar líkamshitinn svona dags daglega er ekki nema 36 hjá mér. Mældi mig í gamni um daginn og þá var ég með 35,9. Frekar furðulegt. Held reyndar að við séum öll svona furðuleg í mömmu ætt.
En ég verð vonandi betri í fyrramálið :)
Við mamma og stelpurnar vorum að sjálfsögðu duglega að fara niður í bæ að rölta, fá okkur salat í hádeginu, versla og versla meira og fleira skemmtilegt.
Fórum t.d 2x á jólamarkað sem er hérna rétt hjá. Keyptum okkur rosa sætar blómaseríur og aðeins meira dúllerí. Nú fer maður í það að skreyta hvað úr hverju. Enda ekki nema mánuður þangað til við mætum í jólaæðið heima á Íslandinu.
Jæja nóg í bili. Þetta er búið að taka mig klukkutíma. Úff hvað ég er mikill sorpsjónvarpsglápari. Festist í heimskustu þáttum ever. Alltaf þegar Ægir er ekki heima og ég ætla snemma í ból, að þá festist ég í sorp þáttum eins og Doctor 90210 sem er svona frægðarfólka lýtalæknaþáttur og fleiri raunveruleikakrappþáttum. Núna festist ég alveg í þætti um ævi Davids Hasselhoffs. Úff. Bara tímasóun.
Ég er mætt aftur. Mikið búið að gerast síðan síðast enda fleiri fleiri dagar og vikur síðan síðast.
Komum heim frá Íslandi sunnudaginn 28 oktober. Mútta mín kom með okkur og fór hún heim í gær. Höfum átt góðar stundir saman mæðgur ásamt snúllunum mínum. Ægir er búinn að vera í Barcelona síðan á laugardaginn og kemur ekki heim fyrr en seint annaðhvöld.
Hann er þar á ráðstefnum alla daga og er að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt sem ég hef ekkert vit á.
Ég ætlaði að skutla mömmu á Schiphol í gær en stærri músin mín náði sér í gubbupesti í fyrrinótt. Það var því ekkert vit í því að keyra svona lengi og ákváðum við því í sameiningu að við myndum bara skutla henni til Den Bosch sem er bara í 20 mín. fjarlægð. Þar tók hún svo lest út á flugvöll. Ekkert smá dugleg :)
Þá munaði ekki miklu að ég hafi keyrt út af á leiðinni þar sem Malín byrjaði að gubba þvílíkt mikið aftur í :(. Greyjið. Mér brá svo rosalega, fór að glápa aftur í og var nærri lent á handriði. Sem betur fer slapp það samt.
Mamma var nú ekki alveg til í að sleppa af okkur beislinu, bauðst til að vera lengur og fresta fluginu og alles en það var nú kannski óþarfi, enda vorum við nánsast komnar á lestarstöðina. Músin gubbaði svo aðeins á leiðinni heim og svo strax og við komum inn um dyrnar heima. Hún var frekar mikið slöpp í allan gærdag og gubbaði einu sinni í nótt. Hún var líka ansi mikið slöpp í dag, svaf mjög illa og var því ekki í miklum gír fyrir leikskólann.
Hún er samt alveg ótrúlega dugleg þessi elska. Við ákváðum að fara út í garð að viðra okkur í gær og var ég búin að klæða þær systur í útiföt þegar Malín fer eitthvað að kvarta. Segir að hún sé allt í einu svo rosalega þreytt og að hún vilji bara hvíla sig. Ég spyr hana svo hvort hún þurfi að gubba en hún neitar því. Ég sé samt að hún er öll að fölna upp og rek hana áfram inn í stofu þar sem fatan var staðsett. Hún var aðeins of sein og byrjaði að gubba á mitt gólf, rann svo til og datt í öllu gumsinu en náði svo að teygja sig í fötuna og klára að gubba restina þar. Þar beið hún svo heillengi á meðan ég var að reyna að fá Emmu til að bíða úti í garði (þar sem henni finnst fátt meira spennandi en gubb til að sulla í) og þurka allt upp.
Mér finnst hún svo ótrúlega dugleg. Það er ekki mikið verið að kvarta eða skæla. Nei nei..bara ohhh..mamma það fór aðeins á gólfið :) frekar fyndin.
Ég byrjaði svo að finna fyrir slappleika og leiðindum í gærkvöldi. Fékk hálsbólgu, beinverki og fleira skemmtilegt. Er búin að vera drulluslöpp í dag og hef varla haldið haus. Frekar ömurlegt að vera svona. Hef reyndar ekki verið með nema 38 stiga hita en það er alveg slatti þegar líkamshitinn svona dags daglega er ekki nema 36 hjá mér. Mældi mig í gamni um daginn og þá var ég með 35,9. Frekar furðulegt. Held reyndar að við séum öll svona furðuleg í mömmu ætt.
En ég verð vonandi betri í fyrramálið :)
Við mamma og stelpurnar vorum að sjálfsögðu duglega að fara niður í bæ að rölta, fá okkur salat í hádeginu, versla og versla meira og fleira skemmtilegt.
Fórum t.d 2x á jólamarkað sem er hérna rétt hjá. Keyptum okkur rosa sætar blómaseríur og aðeins meira dúllerí. Nú fer maður í það að skreyta hvað úr hverju. Enda ekki nema mánuður þangað til við mætum í jólaæðið heima á Íslandinu.
Jæja nóg í bili. Þetta er búið að taka mig klukkutíma. Úff hvað ég er mikill sorpsjónvarpsglápari. Festist í heimskustu þáttum ever. Alltaf þegar Ægir er ekki heima og ég ætla snemma í ból, að þá festist ég í sorp þáttum eins og Doctor 90210 sem er svona frægðarfólka lýtalæknaþáttur og fleiri raunveruleikakrappþáttum. Núna festist ég alveg í þætti um ævi Davids Hasselhoffs. Úff. Bara tímasóun.
2 Comments:
At 8:52 f.h., Nafnlaus said…
Æ þvílíkt heilsufar á ykkur. Ekki gott.
En ég er svo spennt að vita hvernig Take That gekk:) fær maður ekki að sjá myndir sovna fljótlega þegar þið eruð búin að ná ykkur?
Kveðja úr snjónum í Svíjaríkinu
At 2:56 e.h., Unknown said…
Leitt að heyra af veikindum ykkar. Vonandi verðiði orðnar hressar sem fyrst.
Vá hvað mig langar að koma með þér á jólamarkaðinn..uhu
Hvernig var annars á tónleikunum frægu???
Skrifa ummæli
<< Home