MATARGATIÐ

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Take That 1 nóv 2007

IMG_0459Ægir minn var svo sætur að nenna með mér :)  Hérna er hann mættur í Ahoy höllina ásamt nokkrum öðrum.

 

En jæja.  Það sem sumir bíða eftir  :)
Take That tónleikarnir 1 nóv sl.
Úff.
Veit bara ekki hvar ég á að byrja né enda.  Þessir tónleikar voru bara hreint út sagt æðislegasta skemmtun sem ég hef séð.  Þeir toppa bara allt.  Linda systir spurði hvort þeir hefðu verið betri en Duran og ég var ekki lengi að hugsa mig um (þrátt fyrir að vera einn heitasti duran aðdáandi í heimi )
þetta var bara svo allt allt öðruvísi.  Fór 2x að sjá Duran, einu sinni hér í Hollandi með henni Ölmu minni og svo fór Ægir einu sinni  með mér til Belgíu til að sjá þá.
En.  Take That, Rule the world tónleikarnir voru bara svo æði æði æði. Þrátt fyrir að þeir voru bara 3 en ekki 4 eins og áætlað var.  Howard karlinn var meiddur með samfallið lunga og gat ekki verið með :(  En þeir stóðu sig alveg frábærlega, sungu  alveg upp á 10 og þetta var bara allt svo ótrúlega flott og spennandi.  Alltaf rosa flott atriðið í gangi, fullt af dönsurum og þeir bara svo ferlega flottir og flinkir. 
Ég gólaði, grenjaði og var með fast bros á mér nánast allan tímann :).
Ég bara gat ekki hamið mig þegar Howard karlinn mætti á sviðið (þrátt fyrir að vera slasaður) í  sjúkrahússloppi til að tilkynna  hvað honum þætti það leitt að geta ekki verið með.  Tárin láku bara alveg óstöðvandi niður kinnarnar á mér. Hann fékk líka alla í salnum til að grenja úr hlátri þegar hann labbaði til baka aftur út af sviðinu, en þá var sloppurinn hans  laus að aftan þannig að það skein í bossann á honum :)  Frekar flottur.  Gary dásamaði einnig þennan fína bossa og sagði að það væru ekki margir 39 ára karlmenn með svona flottan afturenda :)
Seinna á tónleikunum lítur svo Ægir minn á mig og segir hva, ertu aftur að grenja?  :)
úff hvað ég væri mikið til í að upplifa þetta aftur.

Ég keypti æðislega flottan bol á Malín og dagatal með strákunum þannig að það verður hægt að heillast af þeim inni á litla baði hjá mér.  Ætla mér að skella því upp á sama stað og Duran dagatalið frá 2005 hefur hangið (og gerir reyndar enn ).  Vonandi líða ekki aftur 2 ár þangað til ég fer aftur á svona skemmtilega tónleika.

2 Comments:

  • At 1:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Loksins kemur skýrslan:) OHH ég sit hér og hlæ ég sé þig svo fyrir mér!!. Frábært þú hefur skemmt þér vel:)átti svo sem ekki von á öðru... En hvernig var sjarmurinn þinn hvað hét hann nú aftur??

     
  • At 2:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hi hi..já það hefði nú verið gaman fyrir þig að vera með þó ekki nema sem fluga á vegg :)
    En þú meinar Mark Owen :)
    Hann var ótrúlega flottur og þeir allir. Þeir eru allir flottastir :)

    dh

     

Skrifa ummæli

<< Home