Kósíkvöld
Við Malín ætlum að hafa kósíkvöld á eftir. Horfa á teiknimynd saman, borða nammi og popp og kíkja svo á Bresku eurovision keppnina á BBC.
Um síðustu helgi var mikið húllumhæ hjá okkur þrátt fyrir veikindi. Malín fékk að horfa á alla Íslensku keppnina og fór ekki að sofa fyrr en klukkan að verða ellefu. Henni fannst þetta þvilíka sportið og skemmti sér konunglega.
Á miðvikudaginn erum við svo að koma heim. Ægir þarf að vinna heima í 2 vikur og svo koma páskar. Við því á landinu í 3 vikur. Því miður er ekkert beint flug á miðvikudeginum þannig að við þurfum að millilenda í Noregi. Það verður fróðlegt að sjá hvernig litla dýrið verður í þetta skiptið. Ferðalög eru ekki alveg hennar tebolli. Vona að það fari að breytast.
Sjáumst á Íslandi
:)
Um síðustu helgi var mikið húllumhæ hjá okkur þrátt fyrir veikindi. Malín fékk að horfa á alla Íslensku keppnina og fór ekki að sofa fyrr en klukkan að verða ellefu. Henni fannst þetta þvilíka sportið og skemmti sér konunglega.
Á miðvikudaginn erum við svo að koma heim. Ægir þarf að vinna heima í 2 vikur og svo koma páskar. Við því á landinu í 3 vikur. Því miður er ekkert beint flug á miðvikudeginum þannig að við þurfum að millilenda í Noregi. Það verður fróðlegt að sjá hvernig litla dýrið verður í þetta skiptið. Ferðalög eru ekki alveg hennar tebolli. Vona að það fari að breytast.
Sjáumst á Íslandi
:)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home