Er hægt að labba á sig lengri leggi?
eða er kannski betra að segja, er möguleiki að lappirnar á manni lengist við mikla göngu?
Það væri gaman að heyra frá einhverjum sem hafa rannsakað þetta.
Og ef svo er, af hverju hefur maður þá ekki drattast til þess að labba meira í gegnum árin. Eins og þið vitið kannski, að þá er ég ekki alveg sú leggja lengsta :)
Ég hef aldrei gengið jafn mikið eins og ég geri nú hérna í Hollandi. Maður labbar bara þvílík mikið. Niður í bæ og út í búð oft í viku og fleira og fleira og fleira. Hér fer maður nefnilega ekki alltaf allt á bílnum eins og heima.
En það sem ég er að spugulera í , er að allar buxurnar mínar sem ég kom með að heiman (sem mamma er búin að vera að brasa við að breyta þar sem allt er of sítt á mig) eru orðnar of stuttar. Ég skil þetta bara ekki. Ég er nú búin að vera í því að spretta þeim aftur upp mjög smart eða þannig. En svo er það annað... ég var að máta síðkjólana mína og o boy o boy o boy. Þessi sem ég ætlaði að fara með heim til íslands er ALLT OF STUTTUR Á MIG... hvað er í gangi?
Maður er nú bara eitt spurningarmerki.
Það væri gaman að heyra frá einhverjum sem hafa rannsakað þetta.
Og ef svo er, af hverju hefur maður þá ekki drattast til þess að labba meira í gegnum árin. Eins og þið vitið kannski, að þá er ég ekki alveg sú leggja lengsta :)
Ég hef aldrei gengið jafn mikið eins og ég geri nú hérna í Hollandi. Maður labbar bara þvílík mikið. Niður í bæ og út í búð oft í viku og fleira og fleira og fleira. Hér fer maður nefnilega ekki alltaf allt á bílnum eins og heima.
En það sem ég er að spugulera í , er að allar buxurnar mínar sem ég kom með að heiman (sem mamma er búin að vera að brasa við að breyta þar sem allt er of sítt á mig) eru orðnar of stuttar. Ég skil þetta bara ekki. Ég er nú búin að vera í því að spretta þeim aftur upp mjög smart eða þannig. En svo er það annað... ég var að máta síðkjólana mína og o boy o boy o boy. Þessi sem ég ætlaði að fara með heim til íslands er ALLT OF STUTTUR Á MIG... hvað er í gangi?
Maður er nú bara eitt spurningarmerki.
2 Comments:
At 5:30 e.h., Nafnlaus said…
Hey hey! Gaman að heyra svona frá þér og sjá myndir. Bið að heilsa, sjáumst vonandi eitthvað þegar þú ert að þvælast hérna :)
At 5:49 e.h., Nafnlaus said…
jahá... ég sé alltaf betur og betur hvað ég kem til með að hafa mikið gagn og gaman að þessari Hollandsferð í sumar. Ekki nóg með að maður komi brúnn og sællegur aftur í vinnu í haust heldur líka leggjalangur. Ekki slæmt það... því miður er ég ekki sérlega trúuð á þetta. Kannski ég sé svona neikvæð að eðlisfari. Eini sénsinn á að fætur lengist við göngu er að þeir virðast lengri af því þeir grennast!!! það skýrir hins vegar ekki styttinguna á fötunum... þar giska ég á þvottaefnið eða of háan hita á þvottavélinni (hehehe)
Skrifa ummæli
<< Home