MATARGATIÐ

þriðjudagur, júní 28, 2005

HEIMA ER BEST

Mikið rosalega er gott að koma heim til sín eftir langa fjarveru.
Erum búin að vera á Íslandinu góða síðustu 3 vikurnar og rúmlega það. Gerðum margt skemmtilegt og hittum marga, en þó ekki alla þá sem við hefðum viljað. En svona er það nú bara.
Hann Einir bróðir minn og Ingibjörg spússa hans giftu sig þann 18 juni og var þá einnig litli stubburinn þeirra skírður og fékk hann nafnið Birkir Rafn. Flott það :)
Veðrið var ekki alveg nógu skemmtilegt á meðan við vorum þarna, en það batnaði nú heldur betur til muna þegar við stigum út úr flugvélinni núna áðan, 29 gráður og sól takk fyrir. Við ætlum því að drífa okkur á hjólunum niður í bæ og fá okkur eitthvað í gogginn.
Smjatterí smjatt :)
kannski verða keypt eitt eða tvö léttvínsglös líka :) hmmm, er það nokkuð spurning í svona veðri?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home