Malín Marta 1 árs og einum degi betur :)
Ja hérna hér. Alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram. Litla snúllan mín bara búin að eiga sitt fyrsta afmæli :) gaman að því.
Dagurinn í gær var nú samt frekar rólegur. Vorum með matarboð hjá mömmu í gærkvöldi en ætlum svo að hafa veislu n.k laugardag.
Annars erum við bara búin að hafa það huggulegt síðan við komum til Íslands. Gistum fyrstu nóttina okkar hjá Lindu systur í Hafnarfirði og brunuðum svo norður á bílnum okkar (sem ekki selst) á laugardaginn. Stoppuðum í Borgarnesi og fengum okkur pylsu og úfferíbúff sko..þvílíku okurbúllurnar þessar sjoppur okkar. Ég er nú ekki búin að búa lengi erlendis en ég verð nú samt bara að segja það að ég fékk bara nett áfall. Það var allt svo hrikalega dýrt þarna. 2 kjúklingabitar og franskar 890 kr, 1 brauðsneið með svona 6 rækjum, mæjonesi og salatlufsu á 790 kr, 1/4 partur af skonsu með 1 ostasneið 390 kr...og þannig má lengi telja.
Hvernig stendur bara á þessari vitleysu?
Við Ægir fórum svo niður í bæ hérna á Akureyri í hádeginu í fyrradag og fengum okkur:
1 súpu + brauð og eina grænmetisbökusneið + salat og svo vatn. Þetta kostaði 1800 kr takk fyrir. Stuttu síðar fengum við okkur eina mix á öðrum stað og eina malt og ekki var verðið betra þar, kr 500 takk fyrir. Fyrir þennan pening fær maður sko þokkalega fínan mat með víni í Hollandinu :) Maður nennir nú ekki að flytja heim fyrr en bætt hefur verið úr þessu.
Við vorum þvílíkt búin að hlakka til að fara í bíó í kvöld. Hef bara fara 2 x í bíó síðan músin fæddist. Frekar slappt. Mamma ætlaði að passa, en nei nei..það var bara engin mynd sem var þess virði að fara á. Ég var þvílíkt búin að hlakka til. Ætlaði að fara að sjá nýjiu myndina hans Bradda, Mr& Mrs Smith eða hvað hún nú heitir. Held Reyndar að það eigi að byrja að sýna hana annaðkvöld. Vonum það a.m.k.
meira síðar
dh
Dagurinn í gær var nú samt frekar rólegur. Vorum með matarboð hjá mömmu í gærkvöldi en ætlum svo að hafa veislu n.k laugardag.
Annars erum við bara búin að hafa það huggulegt síðan við komum til Íslands. Gistum fyrstu nóttina okkar hjá Lindu systur í Hafnarfirði og brunuðum svo norður á bílnum okkar (sem ekki selst) á laugardaginn. Stoppuðum í Borgarnesi og fengum okkur pylsu og úfferíbúff sko..þvílíku okurbúllurnar þessar sjoppur okkar. Ég er nú ekki búin að búa lengi erlendis en ég verð nú samt bara að segja það að ég fékk bara nett áfall. Það var allt svo hrikalega dýrt þarna. 2 kjúklingabitar og franskar 890 kr, 1 brauðsneið með svona 6 rækjum, mæjonesi og salatlufsu á 790 kr, 1/4 partur af skonsu með 1 ostasneið 390 kr...og þannig má lengi telja.
Hvernig stendur bara á þessari vitleysu?
Við Ægir fórum svo niður í bæ hérna á Akureyri í hádeginu í fyrradag og fengum okkur:
1 súpu + brauð og eina grænmetisbökusneið + salat og svo vatn. Þetta kostaði 1800 kr takk fyrir. Stuttu síðar fengum við okkur eina mix á öðrum stað og eina malt og ekki var verðið betra þar, kr 500 takk fyrir. Fyrir þennan pening fær maður sko þokkalega fínan mat með víni í Hollandinu :) Maður nennir nú ekki að flytja heim fyrr en bætt hefur verið úr þessu.
Við vorum þvílíkt búin að hlakka til að fara í bíó í kvöld. Hef bara fara 2 x í bíó síðan músin fæddist. Frekar slappt. Mamma ætlaði að passa, en nei nei..það var bara engin mynd sem var þess virði að fara á. Ég var þvílíkt búin að hlakka til. Ætlaði að fara að sjá nýjiu myndina hans Bradda, Mr& Mrs Smith eða hvað hún nú heitir. Held Reyndar að það eigi að byrja að sýna hana annaðkvöld. Vonum það a.m.k.
meira síðar
dh
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home