MATARGATIÐ

sunnudagur, október 16, 2005

Ég er

nörri nörri nörri nörri nörri nörri.

Við skruppum hjólandi niður í bæ í hádeginu til að fá okkur snarl í gogginn.
Frábært veður, sól og blíða og þvílíkt heitt og notalegt.
Ég naut þess svo að sitja þarna í nýja hvíta stuttermabolnum mínum sem ég keypti í gær. Við vorum sennilega búin að sitja þarna í svona 15 mín. þegar 2 elskulegar konur banka í mig og fara að tala við mig. Ég skildi þær því miður ekki, en sem betur fer töluðu þær ensku og gátu því bent mér á, að upp úr bolnum mínum stóð þessi líka fíni stóri H&M miði.

Ég bara fattaði ekkert að klippa þetta drasl af áður en ég fór í hann í morgun :(

3 Comments:

  • At 7:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta minnir mann nú bara á Súlnabergssöguna af mömmu um árið :) En ferlega voru þetta nice konur að benda þér á þetta. Og lögðu sig líka svona mikið fram, töluðu útlensku og allt ...

     
  • At 10:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Nörrar eru kúl.

     
  • At 12:03 e.h., Blogger Dagný said…

    Ég þarf nú endilega að heyra þessa súlnabergssögu :)

    Ég man ekki eftir þessu með peysuna hennar mömmu en mikið held ég að sumir hafi skemmt sér vel yfir þessu :)

    Svona hlutir gera lífið bara skemmtilegra.
    Ég veit að sumir hefðu kannski bara sleppt því að segja frá svona hlutum en það er nú bara um að gera að segja frá svona hlutum.
    Þá veit maður a.m.k af því að það eru til fleiri flottir nörrar :)

     

Skrifa ummæli

<< Home