MATARGATIÐ

mánudagur, mars 20, 2006

Smá pælingar í sambandi við brúðkaup.

Hvernig er það, ætlar enginn að mæta?
Ég hélt nú kannski að fólk væri búið að ákveða sig hvort það ætlar að koma eða ekki.?
Það eru alveg hrikalega fáir búnir að láta vita. Með þessu áframhaldi verður þetta mjög ódýr veisla enda bara örfáir gestir.
Ekki er það þannig að fólk mæti bara án þess að láta vita? Ég bara trúi því ekki. Við ætlum nefnilega að raða til borðs þannig að við þurfum nú eiginlega að vita hverjir ætla að koma. Og svo væri nú hálf hallærislegt ef við værum búin að kaupa mat fyrir 30 mannns ef það mæta svo 100.

5 Comments:

  • At 5:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já þú meinar það, settirðu ekki lokadagsetingu á boðskortið?? En eins og þú veist þá kem ég ekki, en ég sendi "varaaðlila!" sem þarf reyndar ekkert að borða.......
    En annað það var Andreas lagið sem ég var alveg viss um að þú myndir fíla og það var lagið hennar Lindu sem eg var að pæla hvort myndi minna þig á Take me to you heaven með Carlotte Nilson.
    Heyrumst bráðum
    kv. úr Euro landinu mikla

     
  • At 8:33 e.h., Blogger Unknown said…

    Eins og ég var búin að segja þá mætum við pottþétt :)
    Þarf einmitt að fá góð ráð hjá þér varðandi gistingu. Verðum að fljúga norður þar sem ég þarf að mæta í vinnu á þriðjudag og glætan að ég nenni að keyra eldsnemma á þriðjudag..

     
  • At 10:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Helló !!!

    Ætlaði bara að láta að vita að ég, Siggi Jói, Sigrún og Sigurður Gísli mætum pottþétttttt.... Hlökkum til að sjá ykkur ;)

     
  • At 1:08 e.h., Blogger Dagný said…

    Hlakka til að sjá ykkur öll, já nema þig Arpur minn :( Er nú ansi forvitin um þennan staðgengil :)
    Jújú Hafdís. Ég held svei mér þá að Mummi hafi verið fyrstur til að staðfesta :)

     
  • At 12:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ég kem auðvitað ég er bara sauður elskan mín , Ægir kemst ekki (sko minn Ægir hehehe) en ég kem og 'Agúst Már.

     

Skrifa ummæli

<< Home