MATARGATIÐ

miðvikudagur, maí 24, 2006

Grenjandi ljóska sem er að verða feitilíus.

Þannig er ég þessa dagana.
Ég fór í litun og klippingu á föstudaginn var og ó boy. Ég hef sko ekki verið svona mikið ljóshærð síðan 88 eða eitthvað álíka. Þetta hárgreiðslufólk hérna er bara ekki alveg að gera sig. Ég er ekki að fatta þetta lið. Ég bara fæ aldrei það sem ég bið um. Svo bara Þoooooli ég ekki að vera alltaf með skil. Ég fatta ekki alveg af hverju ég er alltaf með skil þó ég sé nýkomin úr litun. Svo eru alltaf þvílík margir að grúska í hausnum á manni, segjandi álit og ég veit ekki hvað og hvað. Furðulegt fólk.

Ofnæmið er ennþá til staðar. Óþolandi ástand. Er svo ekki að nenna þessu lengur. Ægir segir að það sé eins og ég sé að koma úr erfiðri jarðaför alla daga, alltaf rauð, bólgin og í því að sjúga upp í nefnið.

Svo er það feitalíusarfréttirnar. En jú jú..ég er að verða feit og ég bara þoli það ekki. Ég er svoleiðis farin að finna fyrir gamla hliðarspikinu aukast frá degi til dags. Ömurlegt að geta svo ekkert gert til að koma í veg fyrir stórtjón. Ég er bara ekki að meika það að vera í ræktinni alla daga lengur, ekki einu sinni annan hvern dag. Grindin bara ekki að þola það. Fer einstaka sinnum þessa dagana og þá bara í smá stund í einu og svo er það bara sjúkraþjálfunin og kaffiþamb á barnum í ræktinni.
Annars er grindin rosalega missjöfn. Suma daga er ég bara þokkaleg, get alveg gegnið allan daginn án þess að æja og óa en svo eru aðrir dagar algjört pein og þá gerir maður nú ekki mikið. Nú eru nýjir verkir farnir að bætast við og eru þeir í lífbeininu. Ekki bestu verkirnir. Sjúkraþjálfarinn minn sagði að nú yrði ég að fara að takmarka ferðirnar upp og niður stigana hérna hjá mér (já einmitt) eins og það sé auðvelt þegar maður býr á 3 hæðum. Ég þarf bara að vera dugleg að senda Ægi upp og niður fyrir mig eftir kl fimm á daginn þegar hann kemur heim :) æjjj greyjið hann að eiga svona ónýta konu.

1 Comments:

  • At 10:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    já þessir lífbeinsverkir eru sko pain!!! en mér var sagt að barnið hlyti að liggja mjög neðarlega og þrýsta á lífbeinið... ég fékk nebblega ekki svona verki þegar ég gekk með Ævar Frey!!!
    sundið er að bjarga mér algerlega:o)
    en ég vona samt að þetta fari skánandi frekar en versnandi hjá þér...
    kærar kveðjur til mömmu þinnar... heyrumst

     

Skrifa ummæli

<< Home