MATARGATIÐ

fimmtudagur, maí 18, 2006

Hittingur.

Við mægður fórum í morgun að hitta hinar ýmsu kerlingar yfir kaffi og meððí. Þetta var alveg þrælfínt, gaman að kynnast nýjum konum. Þetta eru konur sem hafa flutt frá hinum og þessum löndum, þó aðalega Bandaríkjunum. Þarna var einnig ein frá Ísrael, 2 frá Ástralíu, 1 frá Írlandi, 2 frá Bretlandi og fl. Ég náði nú ekki mikið að spjalla við þær, a.m.k ekki eins mikið og ég hefði viljað þar sem Malín var með mér. Þarna var ein önnur stelpa sem er jafn gömul Malín og þær stöllur höfðu mestan áhuga á einum kisa sem átti heima þarna. Gallinn var að hann var upp á efri hæðinni og þær vildu sem sagt stanslaust vera að príla í stiganum og því varð að fylgjast vel með þeim.
Í þetta sinn var þetta haldið í hrikalega flottu húsi í flottasta hverfinu hérna í bænum :) gaman að koma inn í svona stórt og flott hús og sötra kaffi :)
Það er nú samt ekkert endilega rosa flott inn í þessum svaka húsum eins og maður kannski heldur...o nei. Þarna var sko ekki búið að endurnýja neina muni síðan um 1980. Myndirnar á veggjunum voru mikið í svona Duran Duran plötuumslaga stíl (eins og t.d Rió), stórar svartar andlitsmyndir með skærum varalitum og ennþá skærari svitaböndum :) Frekar mikið fyndið.
Með kaffinu var boðið upp á þvílíka hlaðborðið með Amerískum kræsingum en venjulega er ekki boðið upp á svona flottheit. Yfirleitt er bara kaka og kannski smá grænmeti og dýfa.
Í næsta mánuði ætlar þessi hópur svo að hittast í bæ sem er hérna rétt hjá þannig að við Malín hjólum sennilega bara þangað :)

1 Comments:

  • At 12:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    frábært að þú sért komin í svona kaffihóp

     

Skrifa ummæli

<< Home