Púff.
Samkvæmt ráðleggingum sjúkraþjálfarans að þá þarf ég að hætta ýmsu. T.d þarf ég að reyna að venja mig á það að standa alltaf í báðar fætur og sitja bein í sófanum helst með fætur niður á gólf en ég má líka hafa þær upp á borði fyrir framan mig ef ég er mjög þreytt. Þetta virðist nú ekki vera mjög mikið mál svona í fyrstu en svo þegar maður fer virkilega að hugsa um það stanslaust hvernig maður er að þá er þetta agalega erfitt :(
Ég t.d á rosalega erfitt með að standa í báðar fætur í einu, er alltaf búin að setja þungann á annan fótin og það er sko alveg bannað. Þegar maður er svona fatlaður eins og ég með þetta helv. grindarvesen að þá er bara of mikið álag á liðböndin og allt draslið þarna í mjöðmum og fótum. Mér finnst einnig alveg fáránlegt að ætla að sitja bein með fætur niður á gólf fyrir framan imbann. Mér líður nú bara illa þannig. Er alltaf með krosslagðar fætur (sem má bara ekki lengur ) eða þá með lappirnar troðnar undir mér. Þegar maður fer að hugsa út í það hvernig maður beitir skrokknum að þá er það í rauninni fáránlegt.
Ég t.d á rosalega erfitt með að standa í báðar fætur í einu, er alltaf búin að setja þungann á annan fótin og það er sko alveg bannað. Þegar maður er svona fatlaður eins og ég með þetta helv. grindarvesen að þá er bara of mikið álag á liðböndin og allt draslið þarna í mjöðmum og fótum. Mér finnst einnig alveg fáránlegt að ætla að sitja bein með fætur niður á gólf fyrir framan imbann. Mér líður nú bara illa þannig. Er alltaf með krosslagðar fætur (sem má bara ekki lengur ) eða þá með lappirnar troðnar undir mér. Þegar maður fer að hugsa út í það hvernig maður beitir skrokknum að þá er það í rauninni fáránlegt.
3 Comments:
At 1:37 e.h., Nafnlaus said…
Ó já þetta kannast ég við, maður verður alveg fáranlegur þegar maður þarf allt í einu að fara spá svona mikið í þessu, eins og að fara með báðar fæturnar í einu útúr og inní bílinn:)
En hvað segir hún um hjólatúrana? ertu ennþá á hjólinu?
Gangi þér vel með þetta, svo verður þetta orðið þér svo meðvitað að þú spáir oft í þetta eftir að þú ert búin að eiga barnið:)
Gaman að þessu
At 4:56 e.h., Nafnlaus said…
Geggjað stell... hvað kostar svona pakki????
Leiðinlegt þetta vesen, en þú verður að venja þig á þetta með fæturnar, ég þurfti að gera þetta og lærði þetta í Yoga og þetta munar þvílíkt. Passaður þig bara að slaka aðeins á í hnjánum og hafðu beint bak... ;) þetta kemur allt saman ;)
At 5:21 e.h., Dagný said…
Já já já mín er eldspræk á hjólinu ennþá :) veit ekki hvað ég gerði ef ég gæti ekki hjólað. Þá held ég að maður væri lagstur í þunglyndi án gríns. Mér finnst ekkert erfitt að hjóla. Enda reynir það svo sem ekki svo mikið á, allt flatt hér. Ég má líka ennþá vera á cross-trainer í ræktinni, þarf bara að passa mig að hafa ekki þungt þannig að það reyni of mikið á lappirnar.
Við erum ekkert smá ánægð með stellið. Þetta var nú ekki mjög dýrt stell en þræl flott og massa þungt :) Notuðum 50.000 kallinn frá tengamömmu þinni og hennar systkinum og bættum bara 5000 kalli við. Ekkert smá fínt að fá matarstell( fyrir 12), alla fylgihluti eins og sósukönnur, föt og skálar ásamt 3 gerðum af kaffibollum og kökudiskum með.
Hlakka til að halda flott matarboð.
Hver vill, hver vill :) :) ?
Skrifa ummæli
<< Home