MATARGATIÐ

laugardagur, maí 20, 2006

Hátíð í bæ

Eitt skemmtilegasta kvöld ársins gengið í garð :)
Þetta verður þvílíkt gaman þrátt fyrir að Íslendingar séu ekki lengur með, enda fullt af skemmtilegum lögum og jú líka fullt af lélegu rusli inn á milli en það getur nú bara verið ennþá skemmtilegra að horfa á það.
Ég ætla ekki að fara yfir öll lögin sem taka þátt heldur setja bara hér niður þau lönd sem eru í uppáhaldi hjá mér.

Noregur. Stóð sig vel stelpan :) gaman að heyra norskuna.

Rússland. Jiii hvað þetta er flott. Stáksi söng mun betur núna. Verðu pottþétt í efstu sætunum.

Makedónia. Hún var alls ekki að standa sig stúlkukindin en þetta er bara eitthvað svo grípandi lag. Er alveg komin með það á heilann.

Rúmenía. Æði æði æði. Strákurinn syngur BARA vel og lagið frábært. 12 stig :)

Bosnía. Flott. Þessi söngvari klikkar ekki.

Finnland. Flott.

Írland. Flott

Svíþjóð. Flott en samt ekki flottast. Sorry Arps.

Er viss um að bæði Malta og Grikkland verði mjög ofarlega. Þau eiga samt ekki skilið að vera þar að mínu mati.

Krossa putta og segi áfram Rúmenia.

3 Comments:

  • At 11:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sammála með Noreg, frábært hjá stelpunni.
    Carola var virkilega standa sig vel, hún var sko ekki búin að hafa röddina í lagi og verð ég því að taka ofan af fyrir henni.
    Finnland virðist vera að vinna þetta, æ veit ekki hversu gott það er fyrir keppnina sem slíka.
    Vill hedlur sjá Bosníu taka þetta en Rússland.
    Sjáum til:)

     
  • At 11:52 e.h., Blogger Dagný said…

    Ég er ekki alveg að skilja þessa stigagjöf. Hvað er bara málið?? Holland, Belgía og Þýskaland gáfu öllu Tyrklandi 12 stig. Shitturinn hvað það er skelfilegt lag.
    Og greyjið strákurinn frá Möltu ekki búinn að fá eitt einasta stig. Hélt að hann yrði ofarlega (eins og Malta er yfirleitt) þrátt fyrir frekar skelfilega frammistöðu.
    Eitt enn. Hvað er í gangi með þetta fáránlega lag frá Litháen? Og Ísland að gefa þessu rusli 10 stig. Ég er hneyksluð.

     
  • At 12:14 f.h., Blogger Dagný said…

    Jæja jæja.
    Finnarnir rústuðu þessu. Hann Thomas er sennilega svaka glaður núna :)
    Ég sé að öll lögin 10 sem voru á fimmtudaginn að keppa eru í efstu 12 sætunum. Það er því greinilega mikill plús að fá að keppa í undankeppninni (þ.e.a.s ef maður kemst áfram)
    Mitt lag það Rúmenska lenti í 4 sæti. Ég er viss um að það hefði unnið keppnina ef það hefði verið flutt á fimmtudaginn eins og þau hin.
    Mæli með því að þessari keppni verði breytt eins og t.d Páll Óskar mælir með. Fínt að hafa 2 keppnir, skipta því í austur, vestur og svo geta 10 efstu lögin úr þeim keppnum keppt í stórri aðalkeppni.
    Mæli með því.

     

Skrifa ummæli

<< Home