Hollenska.
Jæja þá er ég búin að fara í viðtal út af Hollensku námi. Ohh hvað ég hefði viljað vita af þessari kennslu fyrir ári síðan. Þegar ég var að spyrjast sem mest fyrir um þetta fyrir löngu síðan að þá vissi enginn um þennan skóla. En svo einn morguninn niðri í rækt þegar ég sat í makindum mínum á barnum drakk kaffi og las slúðurblað (á ensku:) að þá kom stelpa til mín frá Bretlandi sem settist niður hjá mér og fór að spjalla. Hún sagði mér svo frá því að þessi skóli væri til og að ég ætti að drífa mig strax þarna niður eftir og ath hvort ég kæmist ekki bara inn núna í ágúst, byrjun september. Ég hefði svooo verið til í að byrja þá en það er bara ekki nógu hentugt þar sem barnið á að koma í heiminn um miðjan oktober. Þetta nám er 3 x í viku hálfan daginn og finnst mér svolítið mikið að vera frá barninu svona lengi í einu svona oft í viku. Svo veit ég ekkert hvað ég verð lengi að jafna mig eftir fæðinguna og svo ætlum við líka heim um jólin og þá myndi ég líka missa úr, þannig að það er bara best að byrja í febrúar af fullum krafti. Þarna er er líka barnapössun fyrir 2 ára og eldri þannig að Malín getur ferið þarna á meðan ég er í kennslu. Við fórum og skoðuðum aðstöðu þarna og leist okkur mæðgum alveg glimmrandi vel á þetta. Þarna voru nokkrar eldhressar konur að vinna sem komu strax og spjölluðu við okkur. Þarna var þessi fína rennibraut sem Malín tók strax ástfóstri við og þegar ég ætlaði heim að þá varð mín ekki sátt.
Þetta nám eru 4 annir eða 2 ár og kostar þetta skít og kanil, eða um 50 evrur önnin sem er ekki nema tæpar 5000 krónur. Ríkið borgar svo restina á móti manni sem er víst alveg hellingur. Því miður er ekki alveg pottþétt að ég komist inn, en maður verður bara að krossa fingur og vana það besta. Ægir fer í viðtal þarna í þarnæstu viku en hann ætlar að reyna að komast í kvöldskóla þarna í ágúst.
Þetta er allt saman voða spennandi.
Á morgun er ég svo að fara með þeirri Bresku að hitta fólk sem héðan og þaðan úr heiminum. Fólk sem hefur flutt til Hollands og talar kannski ekkert rosa góða Hollensku og jafvel enga. Þetta er kaffihópur sem hittist einu sinni í mánuði, stundum hérna í Oisterwijk og stundum annarsstaðar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verður :)
Þetta nám eru 4 annir eða 2 ár og kostar þetta skít og kanil, eða um 50 evrur önnin sem er ekki nema tæpar 5000 krónur. Ríkið borgar svo restina á móti manni sem er víst alveg hellingur. Því miður er ekki alveg pottþétt að ég komist inn, en maður verður bara að krossa fingur og vana það besta. Ægir fer í viðtal þarna í þarnæstu viku en hann ætlar að reyna að komast í kvöldskóla þarna í ágúst.
Þetta er allt saman voða spennandi.
Á morgun er ég svo að fara með þeirri Bresku að hitta fólk sem héðan og þaðan úr heiminum. Fólk sem hefur flutt til Hollands og talar kannski ekkert rosa góða Hollensku og jafvel enga. Þetta er kaffihópur sem hittist einu sinni í mánuði, stundum hérna í Oisterwijk og stundum annarsstaðar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verður :)
2 Comments:
At 12:34 e.h., Nafnlaus said…
Vá frábært
Ég hefði nú líka verið til í að vita um þetta þegar ég var þarna. Og vildi svo sannarlega að ég væri að fara með þér..uhu
Æðislegt að kynnast þessu fólki. Ég held ég viti hver þessi stelpa er. Man eftir einni breskri sem ég talaði við í ræktinni.
kveðja,
Alma :)
At 1:28 e.h., Dagný said…
Ohh já ég væri sko til í að hafa þig hérna hjá mér. Sakna þín svooooo :(
En jújú það passar. Þessi stelpa heitir Joanne og á 3 börn. Hún var einmitt búin að spá mikið í því hvar þú værir eiginlega :) hafði bara ekkert séð þig svo ótrúlega lengi.
Mér finnst samt alveg merkilegt að hún skuli ekki tala neina Hollensku. Hún er nú gift Hollendingi og hann talar alltaf Hollensku við börnin og þau Hollensku við hann, en hún talar ensku við þau.
Það verður gaman að sjá hverjir mæta í þennan kaffihóp. Vonandi að ég kynnist einhverjum skemmtilegum. Ég veit að þessi Ameriska sem vinnur í pössuninni í Vught en kemur stundum í ræktina hjá okkur hefur stundum mætt. En hún er nú svolítið spes :) skilur t.d ekkert í því af hverju ég var ekki heima grenjandi fyrstu mánuðina sem ég var hérna.
:)
Frekar fyndið.
Skrifa ummæli
<< Home