MATARGATIÐ

miðvikudagur, maí 24, 2006

OHHHH ÉG ER SVOOO GLÖÐ.

Múttan mín er að koma á laugardaginn :) :)
Hún ætlar að stoppa í 12 nætur eða 13 daga. Hún lendir í Amsterdam um kl tvö þannig að við höfum rúman hálfan dag þar og svo ætlar hún að flúgja heim frá Frankfurt og vélin þaðan fer ekki fyrr en rúmlega níu um kvöldið þannig að það er algjör snilld. Ætlum bara að fara snemma þann dag til Frankfurt og spóka okkur um áður en hún fer.
Mamma verður 55 ára þann 2 juni þannig að við höldum upp á það hér og svo er ég líka svo glöð með að hún skuli ná 2 ára afmælinu hennar Malínar þann 7 juní lika.
Skemmtilegt hjá okkur framundan.
:) :) :)

3 Comments:

  • At 5:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ hæ,

    Leiðinlegt að heyra að þú sért strax orðin svona slæm í grindinni - ekki það skemmtilegasta!! Takk fyrir afmæliskveðjuna á síðunni hans Arnars Breka...var bara að sjá hana núna, fór eitthvað framhjá mér ;)

    Ég er með eitt ráð við ofnæminu (frá Bjössa, hann er svo slæmur af frjóofnæmi) og það eru frostpinnar, þeir slá víst mjög á og reyndar allt kalt og svo passa að hafa ekki of heitt inni.

    Bið að heilsa ykkur, ég kíki nærri daglega á bloggið þitt þó svo að ég sé löt að kvitta ;)

    b.kv. Herdís Björk

     
  • At 6:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Vá til hamingju með að vera fá mömmu þína - geggjað, óska henni til hamingju með afmælið þegar hún kemur;)
    Já þetta er ferlegt með grindina þína og ofnæmið, meikar nú dáldið comonsens þetta með kalta loftið.... En með þú verður nú fljót að ná þessu hliðarspiki af þér aftur ef það er svona svakalegt, þegar þú ert búin að koma litla grís í heiminn:)
    Ég finn geðveikt til með þér með þetta grindarvesen þetta er svo ógeðslega vont að það er ekkert djók sko, en ertu ennþá að sofa eins og steinn eða? vona það allavega.
    Skoðum þetta með Finnlands ferðina ferlega væri það kúl maður;)

     
  • At 5:02 e.h., Blogger Unknown said…

    Frábærar fréttir með mömmu þína. Flott að þetta gekk upp. Góða skemmtun með henni :)

     

Skrifa ummæli

<< Home