MATARGATIÐ

mánudagur, ágúst 28, 2006

Litli töffari.

Fyrsta nóttin í nýja herberginu gékk frábærlega vel :)
Ægir las fyrir hana og fór með bæn eins og vanarlega og svo sat hann í pínu stund inni hjá henni eftir að ljósin voru slökkt. Hún fór svo að væla þegar hann fór fram. Hann fór svo inn og spjallaði aðeins við hana stuttu síðar og vildi hún þá að ég kæmi aðeins inn til að knúsa sig. Ég gerði það en sagðist svo ætla að fara fram. Hún fór pínu að væla og þá spurði ég hana hvort ég mætti ekki fara niður og klára að horfa á bíómyndina í sjónvarpinu (ojj smá ömurlega mamman) en hún tók því svona rosalega vel og hætti öllu væli og fór bara að sofa. Það heyrðist svo ekkert í henni og hún rumskaði ekki fyrr en kl hálf níu í morgun þegar ég ætlaði að fara að vekja hana. Frábært verð ég að segja.

Svo var það fyrsta tannlæknaferðin í morgun. Ægir fór í tékk og við Malín sátum inni á meðan og fengum að fylgjast með. Malín settist svo í stólinn hjá pabba sínum en var nú ekkert allt of ánægð. Fór að skæla og vildi ekki opna munninn mikið fyrir þessum skrítna karli með grímuna. Hún fékk nú samt voða flott verðlaun :) Við eigum bara að koma með hana aftur eftir hálft ár í tékk. Vonandi að það gangi bara betur þá.

Einnig fórum við í ungbarnaeftirlitið og gékk það mjög vel. Það var engin sprauta í þetta sinn, bara mæld hæðin og þyngdin og spjallað alveg helling.
Malín er orðin 12,8 kg og 93 cm :) sem er bara rosa flott. Hún er að stækka alveg rosalega mikið núna og getur þessi þreyta sem virðist oft vera að hrjá hana þessa dagana verið út af því.
Konunni sem skoðaði hana fannst hún ekkert smá dugleg og klár stelpa. Sagði að það væru ekki margir krakkar á hennar aldri sem væru með alla liti á tæru og gætu talið upp í tíu :)

Ég var nú alveg ánægð með hana núna áðan. Ætlaði að setja hana út í vagn að sofa núna rétt eftir hádegi (eins og flesta aðra daga). Þá segir hún við mig; mamma komdu aðeins og bað mig um að koma með sér upp. Svo segir hún ég sofa hér og skríður upp í rúmmið sitt. Ég fór svo bara fram og skreið upp í mitt rúm og við mæðgur steinsváfum í einn og hálfan tíma :) frekar mikið gott. Það var ekkert smá notalegt að fá að kúra upp í rúmmi og dorma. Ég er nefnilega ansi mikið búin á því eftir helgina og þá sérstaklega gærdaginn. Brasaði aðeins of mikið hérna heima og svaf lítið sem ekkert í nótt fyrir miklum verkjum :(

1 Comments:

  • At 9:48 f.h., Blogger Unknown said…

    Það er sko alveg satt hjá þér. Hún sýnir mjög góðan þroska miðað við aldur. Ég er að reyna að fá krakkana sem eru þriggja og hálfs árs til að segja mér litina og telja upp á 5 fyrir mig. Flest geta það nú á þeim aldri en samt ekki öll. Þannig að hún er bara töffari hún elsku Malín :)

     

Skrifa ummæli

<< Home