MATARGATIÐ

mánudagur, september 11, 2006

Það er ástand á manni.

Þreytan er alveg að fara með mig þessa síðustu og verstu daga.
Ég er farin að leggja mig næstum því upp á hvern einasta dag og sef bara og sef á meðan Malín fær sér blund. Hrikalega notalegt að skríða upp í ból þegar hún fer upp í nýja rúmmið sitt. Algjör lúxus síðan hún hætti að sofa í vagninum sínum. Ég þorði nefnilega aldrei að leggja mig uppi í herbergi þegar hún svaf úti. Dottaði bara rétt aðeins í sófanum en að sjálfsögðu er það miklu betra fyrir mann að vera í almennilegri stellingu á meðan maður sefur. Ekki það að það sé til einhver góð stelling fyrir mig lengur. Ég hef um 2 kosti að velja. Annaðhvort er það vinstri hliðin eða sú hægri. Síðan er ég með lítin púða undir bumbunni og annan stóran á milli lappana og best er þegar ég get haft sængina þar líka þar sem mér líður þá aðeins betur í mjöðmunum.

En þar sem þessi blundur okkar fer alltaf fram á milli svona hálf eitt til hálf þrjú sirka að þá missi ég alltaf af Glæstum. Áhuginn hefur sem sagt greinilega farið dvínandi undanfarið þar sem ég kís lúr fram yfir Ridge og fjölskyldu. Reyndar er þátturinn líka sýndur seint á daginn en ég hef bara ekki tíma í að glápa á sjónvarpið þá. Það er bara því miður ekki hægt að glápa á sjónvarp og lúra allan daginn.

2 Comments:

  • At 4:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Úff... öfunda þig ekki með þessar vesenis stellingar sem maður á svo erfitt með.... En nú erum við familian að fara að leggja af stað suður og svo út á morgun... Costa del Sol here we come... yeah babe!
    Svolítið hrædd um að kortin eigi eftir að bráðan..hehe ;) Vonandi hafi þið það annars gott fyrir utan, já þetta með svefninn og við biðjum að heilsa....
    kv. frá Akureyri city
    Jóhanna og co.

     
  • At 8:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Kannast innilega við þetta með svefninn. Ja, ég var reyndar ekki ólétt að öðru barni meðan Sóley svaf enn á daginn en ég lét hana yfirleitt sofa inni svo ég gæti lagt mig með. Þorði ekki að hafa hana í vagninum með mig steinsofandi inni.
    En þú gengur hins vegar alveg fram af mér með þvi að svíkja Ridge!

     

Skrifa ummæli

<< Home