MATARGATIÐ

miðvikudagur, september 06, 2006

Lasiríus litli.

Malín er búin að vera lasin síðan á mánudaginn. Nældi sér í einhverja kvef-hitapesti :(
Hundfúlt fyrir hana að missa af leikskólavist í gær og samverustund með Annemieke og krökkunum í dag. Hún var búin að bjóðast til þess að vera með Malín í allan dag.
Vona að hún verði orðin hitalaus í fyrramálið svo ég geti farið í sjúkraþjálfun.
Það er nú bara alveg hundleiðinlegt fyrir hana að hanga svona heima með hálf fallaðri mömmu sinni. Það er ekki hægt að segja að ég sé spræk þessa dagana. Skrokkurinn með versta móti verð ég að segja :(
Þetta fer nú bara að verða gott. Ætla nú bara rétt að vona að ég þurfi ekki að ganga með þessa dömu í næstum 42 vikur eins og með Malín.

Veðrið virðist ætla að vera gott í dag. Vona að það fari nú að koma betri tíð. Búin að fá nóg af tuttugu gráðunum og rigninga skúrum. Langar bara að fá sumar og sól aftur.
Það er varla að maður hafi stigið út í garð allan síðasta mánuð. Enda er hann orðinn vel ljótur, illgresi út um öll beð og stéttar.

Nóg um kvart og kvein í dag.
Meira síðar :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home