Síðasta skoðun hjá ljósmóður.
Á morgun er ég komin 34 vikur. Hitti ljósmóður og nema í morgun í síðasta sinn. Hér eftir hitti ég bara fæðingalækni sem staðsettur er á spítalanum sem ég ælta að fæða á.
Blóðþrýstingur í lagi, mældist bara 100/65 sem er bara svipað og hann hefur verið alla meðgönguna, búin að þyngjast um 8 kíló síðan í fyrstu skoðun (komin þá 6 vikur) og það er nú bara rosa flott held ég og svo komu allar blóðprufur sem ég fór í um daginn vel út.
Ég hef bara einu sinni verið beðin um að pissa á svona strimil sem mælir eggjahvítu, sykur og fleira í þvagi en það eru svo hrikalega margar vikur síðan það var. Þetta er dálítið öðruvísi hér heldur en heima. Ljósmóðirin sagði að þessi unga dama væri þvílíkt spræk. Bumban er nánast aldrei kjur, heldur eru stanslaust spörk og læti þarna hjá henni. Hún sagði líka að hjartslátturinn hennar væri alveg rosalega sterkur sem er bara frábært. Hún var eitthvað að reyna að þreifa á henni, fann að hún snéri nú rétt, en er ekki búin að skorða sig. Sagði svo að hún væri frekar lítil (en samt alveg nógu stór og alveg passleg fyrir mig :) og að hún yrði sennilega minni en Malín var þegar hún fæddist. (en hún var rétt um 15 merkur)
Það verður gaman að hitta þennan fæðingalækni eftir 2 vikur. Förum þá sennilega í sónar þar sem það á að tékka á því hvernig daman liggur og hvort mér sé óhætt að reyna eðlilega fæðingu.
Ég verð nú samt að segja það að mér er farið að kvíða töluvert mikið fyrir. Væri svo alveg til í það að vera bara að fara heim til Íslands til að eiga.
Þetta á örugglega eftir að verða eitthvað skrautlegt hér. Frétti það hjá Annemieke og Gauta að hér væri ekkert gas í boði fyrir þær sem eru að fæða. Og mig sem var farið að hlakka svo til að komast í gasið aftur...hi hi :)
Blóðþrýstingur í lagi, mældist bara 100/65 sem er bara svipað og hann hefur verið alla meðgönguna, búin að þyngjast um 8 kíló síðan í fyrstu skoðun (komin þá 6 vikur) og það er nú bara rosa flott held ég og svo komu allar blóðprufur sem ég fór í um daginn vel út.
Ég hef bara einu sinni verið beðin um að pissa á svona strimil sem mælir eggjahvítu, sykur og fleira í þvagi en það eru svo hrikalega margar vikur síðan það var. Þetta er dálítið öðruvísi hér heldur en heima. Ljósmóðirin sagði að þessi unga dama væri þvílíkt spræk. Bumban er nánast aldrei kjur, heldur eru stanslaust spörk og læti þarna hjá henni. Hún sagði líka að hjartslátturinn hennar væri alveg rosalega sterkur sem er bara frábært. Hún var eitthvað að reyna að þreifa á henni, fann að hún snéri nú rétt, en er ekki búin að skorða sig. Sagði svo að hún væri frekar lítil (en samt alveg nógu stór og alveg passleg fyrir mig :) og að hún yrði sennilega minni en Malín var þegar hún fæddist. (en hún var rétt um 15 merkur)
Það verður gaman að hitta þennan fæðingalækni eftir 2 vikur. Förum þá sennilega í sónar þar sem það á að tékka á því hvernig daman liggur og hvort mér sé óhætt að reyna eðlilega fæðingu.
Ég verð nú samt að segja það að mér er farið að kvíða töluvert mikið fyrir. Væri svo alveg til í það að vera bara að fara heim til Íslands til að eiga.
Þetta á örugglega eftir að verða eitthvað skrautlegt hér. Frétti það hjá Annemieke og Gauta að hér væri ekkert gas í boði fyrir þær sem eru að fæða. Og mig sem var farið að hlakka svo til að komast í gasið aftur...hi hi :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home