MATARGATIÐ

miðvikudagur, september 06, 2006

Það vantar allt Malt í mig.

Úff hvað ég væri mikið til í einn vel kaldan Malt bauk núna.
Ég er að sjálfsögðu fyrir löngu búin með baukana mína 6 sem Ægir kom með frá Íslandi um daginn.
Fórum inn á nammi.is og jú jú þar er hægt að kaupa Malt en o boy. Ég myndi ekki einu sinni láta senda mér Malt frá þeim þó ég ætlaði mér að vera hér yfir jól.
Dósirnar 6 kosta 1020
svo er það sendingakostnaður sem er 2450 kr fyrir hver 250 gr. (ef þú pantar til Hollands) og þessar 6 dósir eru sko 3,3 kíló þannig að þetta yrði ansi sver pakki.
Ég er bara ekki alveg að skilja þessa síðu. Það getur bara ekki verið að þetta virki svona.

1 Comments:

  • At 3:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já ég var einmitt að skoða þetta í fyrra, ekki alveg normalt sko. Algjört okur, maður þarf sko að vera meira en desperat eftir Malti til að láta sig hafa það að panta það þarna.
    Það þarf ekki nema 18 dósir þá er maður komin með fyrir flugi til Íslands hehe og hvað ætli maður fái margar til að fylla 20 kíloin sem mður má fara með í flugið;) heh

     

Skrifa ummæli

<< Home