MATARGATIÐ

fimmtudagur, september 07, 2006

Fyrsti í Hollensku.

Ekki samt hjá mér því miður. Ægir er í fyrsta tímanum sínum núna. Átti reyndar að vera búinn að fara í 3 tíma en hann missti því miður af þeim. Fékk sent bréf hingað heim á þriðjudaginn þar sem liðið var að spugulera í því af hverju hann hefði ekki mætt. Hann var bara ekki búinn að fá neinar upplýsingar um neitt, vissi ekki hvenær hann átti að byrja og var bara að bíða eftir upplýsingum um það í pósti.
Þannig að héðan í frá að þá verðum við Malín 2 heima ALLAN DAGINN 2x í viku til kl. 21:30 :(
Það væri nú kannski í lagi ef þessi kennsla væri bara í smá tíma en mér finnst ansi leiðinlegt að hugsa til þess að svona eigi þetta að vera næsta 2 og hálfa árið, en þannig á þetta víst að vera. Þetta eru heldur engar annir, heldur er bara skóli alltaf allan ársins hring. Frekar furðulegt.

Annars erum við Malín alltaf að æfa okkur hérna heima líka :)
Marjanne ein nágranakonan okkar lánaði okkur fullt af barnabókum um daginn til að skoða og svo fékk ég 8 skemmtilegar barnabækur lánaðar niðri í rækt sem maður lærir bara helling af að skoða. Þetta eru svona myndabækur þar sem útskýrt er hvað allt heitir og eins eru þarna stuttar setningar. Malín hefur alveg rosalegan áhuga á þessu. Hún er sko alveg farin að fatta það að það er ekki töluð Íslenska hér. Það kemur ekkert smá oft fyrir á hverjum degi að hún spyr mig : mamma, hvað heitir þetta? og ég svara einhverju á Íslensku en þá segir mín bara nei...ekki það, á Hollensku?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home