MATARGATIÐ

miðvikudagur, október 04, 2006

Rólegur dagur.

Nú á að taka því rólega og slaka vel á í dag :)
Síðustu dagar hafa verið hrein hörmung. Samdrættirnir að aðrir verkir að drepa mann og daman spriklar og sparkar aðeins of mikið fyrir minn smekk. Mér er nú bara farið að hætta að standa á sama þegar ég er farin að heyra þvílíka brakið og brestina frá rifbeinunum :( ekki mjög þægilegt.
Malín er í pössun hjá Annemieke í allan dag :)
Ég fór í búð í morgun og verslaði heilan haug inn en svo hef ég ekki gert neitt nema hanga í tölvu.
Á svo tíma í strípur núna klukkan eitt. Það verður fróðlegt að sjá hvernig það endar. Ætli það verði í fyrsta sinn sem ég verð ánægð? Það væri það nú. Kominn tími til finnst mér a.m.k.

4 Comments:

  • At 2:11 e.h., Blogger Unknown said…

    Jæja hvernig eru svo strípurnar. Verðuru ekki bara að skella inn mynd af þér :)

     
  • At 3:23 e.h., Blogger Dagný said…

    Ji minn eini. Held ég bara sleppi því. Án gríns að þá er ég verri núna en ég var áður. Jakk.

     
  • At 5:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Dagný skelltu inn myndum...það getur ekki verið verra en að vera með rót dauðans eins og ég:)

     
  • At 8:07 e.h., Blogger Dagný said…

    hey Kristjana ég veit.
    Ég fæ LOKSINS að sjá sýnishorn af brúðkaupsmyndunum ykkar og þá skal ég setja mynd inn af ofur fallega gul-orange flekkótta hárinu mínu :)
    Díll?
    :)
    :)

     

Skrifa ummæli

<< Home