MATARGATIÐ

laugardagur, september 23, 2006

Ferð til Utrecht

Keyrðum í morgun til Utrecht en sú borg er í um klukkutíma fjarðlægð frá okkur. Var búin að finna búð á netinu sem heitir Baby Rent en þar getur maður bæði keypt og leigt barnavörur. Við vorum búin að ákveða það að það væri bara sniðugast að leigja körfu undir prinsessuna. Það væri algjör óþarfi að kaupa svoleðis á 30.000 þar sem við notum hana sennilega bara fyrstu 3 mánuðina. Malín var a.m.k orðin of stór í hana þegar hún varð 3 mánaða. Algjör bolla bara :)
En við komum nú ekki út með körfu heldur risa kerru sem tekur 2 börn. Karfan sem við höfðum áhuga á var ekki til lengur og leist mér ekkert á hinar sem í boði voru. Það sem við ætlum að gera í staðinn er að nota bara vagninn hérna inni. Ætlum bara að búa um hann og gera hann meira kósý fyrir hana. En svo sefur hún bara í barnarúmmi uppi á efri hæð yfir nóttina. Síðan hef ég áhuga á að kaupa rosa flottan grjónastól handa henni sem hún getur notað í mörg ár. Sjá www.doomoo.be.
Já svo er það kerran. Ég var nú eiginlega hætt við að kaupa eða leigja svona kerru. En svo var þessi bara svo aldeilis ágæt. Malín mátaði hana og leist svona líka ljómandi vel á hana. Þær voru líka svo almennilegar í þessari búð. Við ákváðum að leigja hana í 6 mánuði og byrjum við ekkert að borga af henni fyrr en barnið fæðist. Við eigum bara að senda þeim afrit af fæðingavottorðinu. Algjör snilld. Við gátum því gripið hana með okkur núna strax í dag og spörum okkur eina ferð. Það verður fínt að trallast með þessa kerru út um allan bæ. Alveg nausynlegt að geta haft báðar stelpurnar í einni kerru þannig að ég verði ekki bara föst heima alla daga. Mér finnst Malín vera ennþá of lítil til að geta labbað t.d niður í bæ.
Eftir þessa búð drifum við okkur í risastóra kringlu. Ægir keypti sér nýjar íþróttabuxur en það var orðið löngu tímabært, nýjan íþróttabol, Malín fékk rosa flotta Nike skó sem eru sko númer 25 takk fyrir, (mín orðin hálf fullorðiin) og ég keypti mér svo gjafabrjóstahaldaratopp þannig að það fengu allir eitthvað.

2 Comments:

  • At 10:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ hó. Æðislegt til hamingju með kerruna það verður nú frábært fyrir þig að geta haft þær báðar í einni kerru:) skrítið að þú sért bráðum komin með tvö stykki En æði æði!!.
    Talandi um samdrætti og að sumir segji maður gangi síður framyfir með seinna barn, ég var með þvílíka samdrætti þegar ég gekk með Elfar, stundum hélt ég að ég ætlaði að fæða hann úti á götu það var eins og hann væri að þrýsta sér út það var hrikalegt sko, nema það voru 10 dagar og ýtt vel og vandlega við belgnum til þess að eitthvað færi að gerast, vona samt það verði ekki svo hjá þér!!! Bara greinilegt að þessi blessuð börn verða bara að ákveða sjálf hvenær þau vilja koma;)
    Heyrðu er svo ekki spurning við reynum að mæla okkur mót á MSN við tækifæri kannski um næstu helgi eða fimmtudag föstudag eitthvað svoleiðis? Svo við verðum allavega búnar að heyrast áður en snúllan mætir á svæðið:)

     
  • At 4:54 e.h., Blogger Unknown said…

    Rosa flottur stóll þessi doomoo. Mig langar að benda þér á nokkuð annað sem er mjög sniðugt. Þær konur sem ég þekkja og hafa prófað eru að fíla þetta í tætlur. Frábært að geta sinnt eldra barninu og haldið á því yngra á þennan hátt. Getur meira að segja vaskað upp á meðan. Einnig er hægt að vera með barnið í þessu þegar það drekkur brjóstið. Bara snilld. http://www.mobywrap.com/
    Kíktu á þetta.
    Kveðja,
    Alma :)

     

Skrifa ummæli

<< Home