MATARGATIÐ

mánudagur, september 25, 2006

Með sinnep í rassinum.

Ég get bara ekki setið kjur á mínum feita. Ég held að ég versni með hverjum deginum. Ég þarf stanslaust að vera að brasa eitthvað. Ég var nú búin að ætla mér að taka því mjög rólega í dag þar sem ég labbaði svo mikið og brasaði alla helgina. En það varð nú heldur betur lítið úr rólegheitum í dag. Við Malín drifum okkur bara út að hjóla í morgun, skruppum á 2 leikvelli og í búðina að versla smátterí. Nennti ekki að hanga inni þar sem veðrið var svo ágætt. Það er að verða pínu haustlegt hérna hjá okkur samt. Laufin orðin gul og farin að falla af sumum trjánum en samt er ennþá mjög heitt eða um 25 gráður og útsprúngnar rósir út um allt :)
Eftir hádegið ætlaði ég síðan að vera stillt og leggja mig um leið og Malín en það tókst ekki mjög vel. Ég var bara með stanslausa samdrætti og verki þannig að það varð lítið um svefn.
Eftir að Malín vaknaði hef ég svo verið að brasa stanslaust. Ég setti bara Söngvaborg í tækið, rétti Malín nokkra liti og blöð og fékk ég frið í 2 og hálfan tíma til að taka eldhús innréttinguna í gegn. Hún var sko þrifin hátt og lágt og miklu hent :) Ji hvað manni líður vel eftir svona. Allt í röð og reglu eftir svona yfirferð. Mér finnst bara næstum því vera mikið pláss í skápunum hjá mér núna. Þetta er nú samt ljóta innréttingin. Fatta ekki alveg hvað fólk er að pæla sem fær sér svona hrufóttar innréttingar sem allt festist á. Ekkert sérlega þægilegt að ná skít og fitu af þessu drasli.
En nú er ég hætt í bili. Ætla að reyna að taka því rólega sem eftir er dags :)

4 Comments:

  • At 12:12 e.h., Blogger Unknown said…

    slaka slaka
    svo þú verðir ekki alveg uppgefin í fæðingunni. Einhver hreiðurgerð komin í þig greinilega..

     
  • At 1:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ja sammala Ölmu, lika svo tu verdir ekki uppgefinn tegar barnid faedist tu verdur bratt med 2 börn ad hugsa um ekki bara eitt:)
    Gangi ter vel med tetta allt saman!

     
  • At 1:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jæja gella....
    sé að þú slakar alltaf jafn vel á, "eða þannig" Farðu nú að hægja á þér gella, og settu tærnar uppí loftið ;) Já ég veit... það er auðvelt að segja þetta við þig..hehe! Farðu samt vel með þig. Nú við erum annars komin frá Spáni og höfðum það rosa gott og mikið eytt..hehe ;)
    kv. frá kuldanum á Akureyri

     
  • At 11:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hahahah ég tók einmitt eldhúsinnréttinguna mína á svipuðum tíma þegar ég var ólétt af emblu hehehhehe og þurrkaði ofan af skápunum:)

     

Skrifa ummæli

<< Home