Val um eftirnafn.
Ég fékk pínu fyndið bréf til mín um daginn sem ég á svo að skila inn á bæjarskrifstofurnar.
Þeir eru að spá í því hvaða eftirnafn ég vilji hafa. (Ætli þetta sé ekki komið út af því að nú er ég gift frú :)
Það sem er í boði er :
Heiðarsdóttir
Leifsson
Leifsson-Heiðarsdóttir og
Heiðarsdóttir-Leifsson.
Ætli ég haldi mig ekki bara við það að vera Heiðarsdóttir. Annars er ég skráð Leifsson-Heiðarsdóttir á sjúkrahússkírteininu mínu, en það var nú bara óvart. Verð nú að viðurkenna það að það er auðveldara að vera Leifsson heldur en Heiðarsdóttir. Mun auðveldara að bera það fram.
Þeir eru að spá í því hvaða eftirnafn ég vilji hafa. (Ætli þetta sé ekki komið út af því að nú er ég gift frú :)
Það sem er í boði er :
Heiðarsdóttir
Leifsson
Leifsson-Heiðarsdóttir og
Heiðarsdóttir-Leifsson.
Ætli ég haldi mig ekki bara við það að vera Heiðarsdóttir. Annars er ég skráð Leifsson-Heiðarsdóttir á sjúkrahússkírteininu mínu, en það var nú bara óvart. Verð nú að viðurkenna það að það er auðveldara að vera Leifsson heldur en Heiðarsdóttir. Mun auðveldara að bera það fram.
3 Comments:
At 9:56 e.h., Nafnlaus said…
Ferlega er það kúl maður, ég væri til í að hafa svona ættarnafn hérna úti, það getur verið erfitt að vera 4 stykki í einni fjölskyldu og enginn með sama eftirnafn:) Skilaboð úr skólanum hjá Elmu stendur Familjen Sindradóttir humm skrítið passar ekki alveg, úr leikskólanum Familjen Sigmundsen ok í áttina, Svo í kerfinu í kirkjunni heitum við familjen Pálmarsdottir-Vardarson, já það er fjör í þessu. Án spaugs þá athugaði ég á netinu hvernig það væri á Íslandi hvort maður mætti taka upp svona ættarnafn eða þannig að það má ekki, veit samt ekki hvort við mættum það hér án þess svo að nota það heima er ekki viss.
At 9:13 e.h., Nafnlaus said…
hehe þið eru magnaðar ..
Bara gaman að þessu.
Kveðja Linda R
At 10:48 f.h., Nafnlaus said…
Mér finnst ekkert erfiðara að bera fram "Heiðarsdóttir" heldur en "Leifsson" ;)
mummi
Skrifa ummæli
<< Home