MATARGATIÐ

laugardagur, desember 02, 2006

Sjúddirari rei.

Ég er ekki lengur með rauð-appelsínugul-leitt hár...jibbbí. Ég held svei mér þá að hárið á mér sé bara með nokkuð eðlilegan lit núna. Ég er nú samt ekki alveg sátt þar sem toppurinn á mér er alveg út úr Q.
Ég var sem sagt í klippingu og litun í morgun. Var mætt þangað kl hálf níu gaman gaman.
Stlepan sem klippti og litaði var eitthvað voða sein í dag þannig að ég var í þvílíka stresskastinu. Stubban vill helst fá að drekka á 2 tíma fresti þannig að ég dreif mig út af hárgreiðslustofunni áður en ég var orðin klár. Hún var bara búin að klippa toppinn á mér svona sirka eins og ég ætlaði að hafa hann og svo ætluðum við bara að laga hann betur til á eftir en það varð sem sagt ekkert úr því og því er hann VEL skakkur. Hárið á mér var líka alveg svakalega blautt þannig að ég sá ekki einu sinni hvernig það var á litinn þegar ég hljóp út.
Ég er samt bara mjög sátt. Langt síðan ég hef verið svona sátt við litinn á hárinu :)

Ég verð bara að dobbla Lindu Rós til þess að redda mér þegar ég heimsæki hana eftir rétt rúma viku.

Skelli kannski mynd af mér hérna inn um helgina ef ég verð í stuði. Aldrei að vita.
Góða helgi.

2 Comments:

  • At 4:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sæl kaera fjolskylda! Les nu alltaf bloggid thitt Dagny- en lufsast aldrei til ad skrifa neitt a moti! Bid spennt eftir nafni a stubbalinu og vona ad eg sjai ykkur nu eitthvad thegar thid komid heim. Knus a linuna! Stina

     
  • At 4:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ hæ stórfjölskylda!!!

    Nokkrir dagar þangað til að þið komið á klakan. Vonandi sjáum við Sigurður Gísli ykkur, endilega velkomin í kaffi ef þið hafið tíma, bý rétt hjá Skarph. og Heiðrúnu ;)
    Kv. til ykkar frá klakanum
    Jóhanna og Sigurður Gísli

     

Skrifa ummæli

<< Home