MATARGATIÐ

þriðjudagur, desember 05, 2006

Ég er bara sein.

Ég hef alltaf verið mjög tímanlega í því að pakka niður og gera allt klárt fyrir ferðalög. Sumum finnst ég vera aðeins of snemma í því stundum þar sem ég byrja oft að pakka niður 3 vikum fyrir brottför. Það hefur því oft verið þannig að okkur bráðvantar eitthvað sem er komið ofaní tösku og því þarf að taka upp úr henni aftur og þá ruglast nú allt sístemið sko.
En núna er sem sagt öldin önnur. Ég er bara alveg seina. Það er langt langt síðan við keyptum 2 forláta ferðatöskur og þær hafa bara ekki einu sinni verið mátaðar ennþá.
Ef Stubbalína verður þæg og góð í kvöld að þá verður sko tekið til hendinni og einhverju hent ofaní tösku.

Jólapakkarnir eru nú alveg að verða klárir hérna hja mér og verður fróðlegt að sjá hvað þeir taka mikið pláss.

4 dagar til stefnu...
úfff..stressið alveg að fara með mig núna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home