MATARGATIÐ

þriðjudagur, desember 05, 2006

Kapphlaupið mikla.

Við mæðgur erum einar heima. Ægir fór um miðja nótt út á flugvöll og er mættur til Noregs að vinna. Stoppar sem betur fer bara stutt í þetta skiptið.
Ég þarf að labba með Malín á leikskólann kl eitt og svo ætla ég að þramma með stubbuna í ungbarna eftirlitið í smá auka skoðun. Við áttum að mæta með hana í skoðun á meðan við erum heima en henni var frestað þar til við komum aftur. Í dag er opinn tími sem ég get farið með hana til að láta vigta hana og mæla og ætla ég að gera það. Við erum nú samt ekki í neinum vafa um að hún er búin að lengjast og þyngjast alveg helling þannig að ég þarf í rauninni ekkert að mæta. Þetta er bara svona upp á gamanið :)
Ég er nú strax búin að leggja nokkrum göllum sem strax eruð orðnir of litlir.
Ég vona bara að ég komist strax að með hana svo ég geti kannski komið við í 2 búðum á leiðinni til baka. Ég verð sennilega að vera ansi mikið snar í snúningum til að komast á leikskólann aftur kl korter yfir þrjú en þá þarf ég að vera mætt aftur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home