MATARGATIÐ

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Voorjaarsvakantie.

Þetta er nú búin að vera meiri vikan.
Það er búið að vera frí hjá okkur í Hollenskuskólanum í þessari viku og eins er vorfrí í öllum skólum núna þannig að Malín er bara búin að vera heima. Ætlaði að vera svo hrikalega dugleg, læra og læra og gera eitthvað skemmtilegt. Ægir tók sér líka frí í vinnunni á mánudag og þriðjudag en úff úff. Þessi vika er bara búin að vera leiðinleg.
Emma er nýbúin að ná sér eftir sprauturnar sem hún fékk um daginn. Er búin að vera með þvílíka vesenið núna allar nætur. (ja nema í nótt) Vaknar bara 3- 4 x til að fá að súpa þannig að það er ekki mikið sofið. Ég er líka búin að vera drusluleg í fleiri daga og varð ég ennþá slappari í gær og bara frekar mikið lasin. Fékk hita í fyrsta sinn í langan tíma og var bara alveg eins og auli. Ég er sem betur fer skárri núna og hitalaus þannig að þetta er vonandi bara að verða búið.
Malín er líka rétt að ná sér núna. Hefur verið með rosalega mikinn hita í marga daga en það gerist nú bara aldrei. Ég held svei mér þá að þetta sé í fyrsta sinn sem hún er með hita og er virkilega lasin í meira en 2 daga. Yfirleitt fær hún háan hita í einn sólarhring og svo eru hennar flensur bara búnar :)
En núna var hún með 39- rúmlega 40 stiga hita í 4 daga og kvartaði um í eyranu. Ægir fór svo með hana til læknis í gær til að láta kíkja í eyrun en það er víst ekkert hægt að gera.
Hún er ennþá með 38 stiga hita og voðalega mikið kvefuð greyjið.
Það er óhætt að segja að okkur er virkilega farið að langa út úr húsi. Veðrið er svo frábært núna. Vor í lofti og mikið af vorblómum að koma upp og blómstra :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home