MATARGATIÐ

mánudagur, júní 18, 2007

Hætt að borða ávexti.

Í bili a.m.k.
Veit ekki hvað er bara að mér. Ég hlýt án gríns að vera komin með ofnæmi fyrir þeim. Það er alveg sama hvað ég prófa þessa dagana, mér stendur bara ekki á sama.

Um daginn fékk ég mér eitt epli og áður en ég var búin með það fór mér að líða mjög undarlega. Hálsinn byrjaði að þrengjast, (sem er ekki mjög þægilegt) mig byrjaði að klægja óstjórnlega mikið í munn, háls og eyru og tungu.

Fékk mér svo mandarínu daginn eftir og það var sama sagann, fékk mér einn bita af peru og það skipti engu. Alltaf finn ég fyrir þessum óþægindum :(.

Ferskjur eru eitt af því besta sem ég fæ. Gúffaði í mig 2 stk. á no time og ó je minn. Það var það allra versta. Reyndar lokaðist hálsinn ekkert svo mikið en tungan bólgnaði og neðri vörin varð tvöföld að innan. Gómurinn varð líka eins og eftir góða tannlæknaferð. Allur dofinn.

Emma er í þessum töluðu orðum að smjatta á epli. Ég asnaðist til þess að fá mér eitt ogguponsu bita og ég er alveg að sálast úr kláða og það er engu líkara en ég sé komin með stórt æxli á neðri vörina. Argg.. þetta er bara pirrandi. Samt alveg merkilegt að það er ekkert mál fyrir mig að drekka epla og appelsínusafa.

Hvað er eiginlega bara í gangi?
Finnst frekar mikið hallærislegt að vera að safna ofnæmum svona á gamallsaldri.

1 Comments:

  • At 12:06 e.h., Blogger Unknown said…

    Hæ sæta
    Þetta er líklega svokallað krossofnæmi. Þar sem þú ert með ofnæmi fyrir gróðri getur þetta gerst því miður. Þú myndir samt líklega ekki koma jákvæð út úr ofnæmisprófi. Besti vinur Marteins er með þetta sama og ég var að lesa bækling hjá honum um þetta. Hann þolir illa marga ávexti, eins og til dæmis epli og tómata. En svo er hann stundum í lagi, dagamunur á honum.

     

Skrifa ummæli

<< Home