MATARGATIÐ

fimmtudagur, janúar 31, 2008

Ég er stundum alveg glötuð mamma.

IMG_1237

Í dag var leikskóli hjá Malín. Við vorum fyrstar til að mæta.  Fyrir utan leikskólann að þá tók ég strax eftir því að ég væri að gleyma einhverju stórkostlegu.  Kennararnir voru uppáklæddir í búninga og strax þegar inn var komið blasti við mér auglýsing þar sem á stóð að börn væru velkomin að koma í búningi í skólann.  Nú er nefnilega þetta árlega carnival í gangi sem hollendingar halda meira upp á en sjálf jólin.  Ég varð frekar súr við sjálfan mig yfir því að hafa ekki tekið eftir þessu á þriðjudaginn var.  Bað Malín innilegrar afsökunar á að hafa gleymt þessu.  Hún er bara svo ótrúleg dúlla þetta barn.  Sagði bara æj mamma þetta er allt í lagi.  Ég fæ bara búning lánaðan hjá konunum og málið dautt.  Ekkert mál. Ég held að margir hefðu orðið frekar súrir og farið að gráta.

Í gær fékk hún sína tibbikal fiðrilda málningu hjá mér :).  Sophie hin sjálfstæða vildi hins vegar vera prinsessa og sagði að hún gæti sko bara alveg reddað því sjálf.  :)  Ágætt að vera ánægður með sig.

1 Comments:

  • At 10:57 f.h., Blogger Unknown said…

    Ótrúlega flott fiðridli hjá þér og Sophie er mjög efnileg líka. Ég var einmitt mjög hissa á þessari karnivalstemmingu hjá Hollendingunum. Malín er auðvitað bara ótrúleg. Þvílíkt jafnaðargeð hjá þessari elsku.

     

Skrifa ummæli

<< Home