MATARGATIÐ

laugardagur, mars 01, 2008

Búbbilína

Í gær fór ég í fína nærfatabúð hér niðri í bæ. Að kaupa nærföt er það leiðinlegasta sem ég geri held ég bara. Finnst það ótrúlega mikið leiðinlegt. Mér finnst það svona álíka leiðinlegt eins og að kaupa skó. Skrítin ég.
Ég held að það sé reyndar bara vegna þess að ég finn aldrei neitt sem passar á mig. Hvorki nærföt né skó. Það er alveg saman í hversu margar búðir ég fer, alltaf verð ég sár og svekkt og kem tómhent heim. Nánast alltaf a.m.k.

Í gær tókst mér reyndar að spreða 15.000 kalli í nærfatabúðinni. Það er alveg ótrúlegur árangur. Ég var samt næstum því ekki að tíma því en lét nú samt til leiðast þar sem þetta passaði svona líka næstum því alveg á mig. Ég er farin að halda að ég sé eitthvað afbrigðileg í vextinum. Mitt númer er bara varla framleitt. Nema jú í Frakklandi hef ég heyrt. Verst að þeir hjá Disney world selji ekki bobbahaldara. Ég væri þá í góðum gír, enda förum við þangað á hverju ári :)
Hér og heima á Íslandi er hægt að kaupa 70 A,B,C og svo framveigis. En það er bara allt of stórt á mig. Þ.e.a.s utan um mig. Ég þarf stærð 65 sem er bara ekki fáanleg. Svo eru það bobbarnir. Úffpúff. Mér finnst ég bara svo alls ekki með stór brjóst. Það er bara svo langt frá því. Ég var með huge bobbalinga eftir að ég átti Emmu og á meðan hún var á brjósti. Ég hélt að ég væri nú bara við það að smella í gamla farið aftur enda eru 3 mánuðir síðan hún hætti á brjósti en nei nei. Það virðist ekki vera. Boggahaldararnir sem ég keypti hja mömmu síðast voru sko 70E og þeir eru allir orðnir frekar svona stórir. í gær í fínu nærfatabúðinni bað ég því um D og hugsaði svo með mér að ég gæti nú kannski bara alveg farið í C aftur en ó boy. Það var ekki alveg í boði, og ekki heldur D-ið. Keypti einn 70 DD og annan 70E sem er reyndar alveg það sama. Ég bara skil bara hvorki upp né niður í þessu.

En mikið rosalega er þægilegt að vera í brjóstahaldara sem passar. Úfff. Bara notalegt :). Ótrúlega pirrandi að vera í því stanslaust að laga brjóstin og troða þeim ofan í skálarnar aftur. Ég er samt ekki að sjá að þessir rosa flottu og fínu haldarar mínar sem ég keypti í gær eigi eftir að endast mér lengi. Verða sennilega of víðir mjög fljótt. En þá er bara að skella sér í ferð til Frakklands :)

3 Comments:

  • At 12:00 e.h., Blogger Unknown said…

    Þetta virðist alltaf vera þrautin þyngri hjá þér. Þú verður bara að versla þetta hér heima :)
    Gaman að heyra að þið séuð að koma heim. Vonandi getum við hitt ykkur eitthvað. Fékkstu linsupóstinn frá mér??

     
  • At 12:21 e.h., Blogger Dagný said…

    Já við verðum að stefna á hitting. :) En neibb hef ekki séð póst frá þér :(. Aðal tölvan okkar er í viðgerð. Það er eitthvað bras með póstinn minn í þessari.

     
  • At 5:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hahahhaa las fyrst "bumbulína" hahahah

     

Skrifa ummæli

<< Home