MATARGATIÐ

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Harkan sex og ekkert múður

Loksins.
Kerlingin komin á fullt aftur í ræktina. Mikið rosalega er það gaman. Fyndið að hitta alltaf sama fólkið þarna sem heilsar manni alltaf og spjallar eins og maður hafi aldrei tekið sér pásu.
Nú er ég búin að fara alla morgna í þessari viku og á fimmtudaginn og föstudaginn í síðustu viku fór ég líka. Síðan ætla ég í fyrramálið og á sunnudaginn. Pása á laugardögum :).
í gær fór ég í minn fyrsta body pump tíma í laaangan tíma. Meira en 2 ár síðan síðast en ég hef sem betur fer engu gleymt. Kunni allar æfingarnar og var alls ekki lélegust :)
Það eru 2 gamlir töffarar þarna sem eru alveg kostulegir. Þeir minna báðir á Svein í Kálfskinni í útliti. Eru líka sennilega á svipuðum aldrei en báðir alveg ofur brúnir eftir margra klukkutíma ljósabekkjanotkun. En þeir taka svona líka rosalega á því og eru með ótrúlega mikla þyngd á stönginni hjá sér. Stundum liggur við að þeir ætli ekki að hafa sig í gegnum sumar æfingarnar en jú jú þetta reddast hjá þeim. Eftir body pump tímann í gær fóru þeir svo báðir í spinning tíma. Ótrúlegt lið.

Ég fór að spá í það í gær á meðan ég beið eftir að tíminn byrjaði hversu lítið er af feitu fólki hérna. Við vorum um 40 í tímanum í gær og ég held að ég hafi verið einna minnst í formi. Það er líka bara mjög sjaldgæft að rekast á mjög feitt fólk hérna. Ég reyndar skil ekkert í því þar sem hér borða menn frekar óhollan mat. Franskar og majones er efst á lista yfir uppáhalds mat hjá mjög mörgum. Og allt djúpsteikt fellur vel í kramið. Ég held reyndar að ég viti alveg ástæðuna. Hér snattast menn ekki á bílum heldur notast við 2 jafnfljóta eða hjól. Það er mjög fátítt að fólk fari út í búð á bíl. Nema það sé að gera einhver mega innkaup eins og t.d þegar auglýst er nokkra krónu afsláttur af gosi eða bjór eða öðru slíku. Taktu 10 kippur af kók og borgaðu fyrir 9 eða eitthvað álíka bjánalegt.

Aftur yfir í sportið.
Nú á sem sé að taka á því og komast í skárra form. Það er svo miklu skemmtilegra, sérstaklega þegar þessi bikiní og stuttbuxna tími er genginn í garð.
Fer og hitti einkaþjálfara á þrijudaginn. Spennandi.
Hef ekki borðað neitt jukk alla vikuna. Ekki snert kökur, kex, nammi eða drukkið kók og svo hef ég borðað frekar mikið holt.
Það verður gaman að sjá fituprósentuna fara niður á við :)

2 Comments:

  • At 11:45 e.h., Blogger Unknown said…

    You go girl. Djö.... líst mér vel á þig. Væri sko til í að vera með þér í body pump tímunum enda hef ég aldrei verið í eins góðu formi og eftir þá tíma þarna í Hollandinu. Get ekki sagt það sama og þú um fólkið hér í USA. Omg hvað liðið er feitt. Gott dæmi: Við fórum í sea world um daginn og vorum að skoða dýr sem heita manatee (sækýr). Marteinn þekkti nú alveg þessi dýr, hafði lært um þau í skólanum. Stuttu síðar verður honum starsýnt á eina stóra konu og missti eiginlega kjálkann. Hann sagði svo við mig "mamma, ameríkanar eru eiginlega bara eins og sækýr í laginu"..hahaha. Ekkert smá fyndið og sorglegt um leið.

    Vertu nú dugleg að æfa og sérstaklega hlaupa því mér sárvantar hlaupafélaga. Komdu þér í gott form og prófaðu svo að skokka smá. Ég er viss um að þú ert eftir að komast að því að þú getur þetta vel. Yfirvinnur þetta með kjálkann (eða var það ekki annars hann sem var að baga þig í hlaupum?)
    svo verður þú komin í fantaform þegar þú kemur heim og ferð að skokka með mér :)

     
  • At 8:49 f.h., Blogger Dagný said…

    Jiii enn gaman að lesa 3 comment frá þér Alma mín í einu. :) Takk takk.

    En að sjálfsögðu klikkaði rútínan mín strax í annari viku :( Emma komin með háan hita. Er að vona að það sé bara út af rauðu hunda sprautunni sem hún fékk um daginn en ekki einhver enn ein flensan.
    Ætla að halda henni heima í dag en svo kemst ég vonandi í skvass á sunnudaginn. Eins og þú mannst kannski að þá er engin pössun í sportinu á laugardögum :(.
    Ekki vil ég nú enda eins og sækýr..hihi :)

    Ég efast um að ég byrji á því að hlaupa neitt á næstunni. Held svei mér þá að ég sé ekki fær um að fá þol. það er talað um að sumir séu þyndarlausir eða er það þindar? en hvað um það. Ég held að ég sé kannski bara með einar 5 eða 6 svoleiðis. Hlýtur að vera eitthvað :).
    en svo er það ekki kjálkinn sem böggar mig heldur tennurnar. Fæ alltaf og hef verið þannig frá því ég var 10 ára tannpínu þegar ég hleyp. Finn til í öllum tönnum, agalega böggandi og sárt. Svo er ég ekki alveg að sjá að skrokkurinn (grindin) fúnkeri í halupunum. Hún er ekki alveg í lagi greyið. En það má reyna. Útiloka ekki neitt :)
    úfff..þetta er nú bara á við nýja blogfærslu.
    dúi

     

Skrifa ummæli

<< Home