Góð byrun á góðum degi :)
Við mæðgur drifum okkur út í blíðuna eftir morgunmatinn. Emma var í kerru og Malín á hjólinu sínu. Höfðum með okkur fullt af skóflum, fötum og öðru skemmtilegu. Stoppuðum á leikvelli þar sem við lékum okkur í klukkutíma eða svo. Veðrið er alveg dásamlegt í dag. Alveg kyrrt, sól og frekar hlýtt eða um 12 stig. Fengum okkur svo hressingu úti í garðinum okkar þegar við komum heim. Settum ískalt vatn í könnu, skárum niður sítrónu og appelsínusneiðar og bættum útí rifnu engiferi. Algjört jommí :)
Vonandi verður veðrið áfram flott í dag því við stefnum á hjóltúr seinnipartinn. Hitinn á að fara upp i ein 16 stig. við . Gaman að því.
Malín flink með myndavélina :)
Stubban aðeins of lítil ennþá.
Músin búin að baka þessa fínu afmælistertu.
smá útilega í gangi.
2 Comments:
At 3:18 e.h., Nafnlaus said…
þú granna flotta fína glæsilega kona!!!
Algjört mega hottítottí:-)
knús í kotið
Kristjana
At 8:43 f.h., Dagný said…
Jiii..ekki slæmt að fá svona skilaboð Kristjana :)
Knúús
Skrifa ummæli
<< Home