Emman mín
Fór með Emmu í eins og hálfs ár skoðun áðan. Þetta var nú dálítið öðru vísi en ég er vön. Við vorum 5 mömmur og einn pabbi þarna með börn á sama aldri ásamt hjúkrunarfræðingi og nema. Við sátum svo í einn og hálfan tíma við hringborð og spjölluðum saman um börnin okkar og bárum saman bækur okkar. Þetta var nú bara mjög skemmtilegt og fróðlegt. Emma var svo mæld og viktuð í restina og kom það bara vel út :). Daman búin að þyngjast um 1,3 kíló á 2 mánuðum. Hún fékk síðan 2 sprautur í sitthvora hendina og var ekki par hrifin. Var þó fljót að jafna sig.
Við Ægir erum hætt við að senda hana í nefkirlta aðgerðina á mánudaginn kemur. Erum alveg sammála um að það sé algjör vitleysa. Óþarfi að senda barnið í aðgerð sem er kannski ekki nausynleg. Það er þá alltaf hægt að fara með hana ef hún fer að verða mikið lasin aftur. Háls nef og eyrnalæknirinn var líka bara alls ekki viss um að kirltarnir væru ástæðan og svo er hún bara búin að vera svo hress og spræk. Konan í ungbarnaeftirlitinu var alveg sammála okkur.
2 Comments:
At 8:16 e.h., Nafnlaus said…
Gott að heyra að Emma hefur braggast svona vel. Vona að þið hafið það sem best :)
Bestu kveðjur,
Herdís Björk
At 11:27 e.h., Unknown said…
Frábært að heyra að hún sé að braggast svona vel. Sammála að það sé algjör vitleysa að senda hana í þessa aðgerð ef hún er svona hress. Merkileg 18 mánaða skoðun. Þarf að fá details hjá þér um þetta. Gott fyrir okkur í vinnunni. Veit ekki hvort íslenskir foreldrar væru til í þetta. Findist þetta örugglega bara tímaeyðsla...hehe
Skrifa ummæli
<< Home