MATARGATIÐ

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Kerlingin á 2 ára brúðkaupsafmæli í dag. Gaman að því :)

IMG_1790 (Small)

Skellti mér í kjólinn í gær og jú jú hann passar þrátt fyrir aukið hliðarspik :).  Stefnan er að gera eins og Alma vinkona, fara í brúðarkjólinn á hverju brúðkaups afmæli og passa í hann.  Þetta er nú reyndar agalega dollaleg mynd af mér en það verður gaman að eiga þetta eftir 20 ár :)

 

duranduran1

Bóndinn gladdi kerlinguna ansi mikið í tilefni dagsins og verslaði 2 miða á Duran Duran.  Þeir verða með tónleika í Brussel 18 juní.  Gaman gaman ég get ekki beðið.  Nú vantar okkur bara pössun. Einhver einhver?  :)

Annars er ég grasekkja á þessum fallega degi.  Ægir fór til Noregs fyrir allar aldir en kemur sem betur fer heim aftur í nótt.  Strembinn dagur hjá honum.

 

Það er ansi margt skemmtilegt á dagskránni hjá okkur á næstunni og í sumar.

Tengdó ætla að koma til okkar 2 júní.  Malín veit ekkert af því ennþá, hún verður ekkert smá glöð að sjá þau.  Talar stanslaust um hversu mikið hún sakni þeirra og ömmu Lillu.
Við fjölskyldan erum svo búin að bóka okkur til Spánar í 2 vikur þann 19 júní.  Ætlum að vera á sama hóteli og stór hluti fjölskyldu Ægis verður á.  Frænka hans hún Berglind ætlar að giftast honum Marío sínum og að við ætlum að mæta.  Verðum á costa del sol mest megnis en skreppum til Madrídar og í bæ þar rétt hjá og gistum í 2 nætur á meðan brúðkaupið er. 

Nokkrum dögum eftir að við komum frá Spáni kemur mamma til okkar :).  Hún ætlar að stoppa í 2 vikur og spóka sig um með okkur. 
Við Ægir erum búin að bóka hótel í 2 nætur í Amsterdam og ætlum að skilja grísina eftir hja mömmu.  Það verður bara gaman.  Jii hvað ég hlakka til að fá að sofa heila nótt og kúra til svona tíu :).

Við ætlum svo að vera dugleg við að ferðast hér í kring og skoða Holland áður en við flytjum til Íslands í september. 

Annars er ég með 2 góðar fréttir :).
Malín er komin með inngöngu á leikskóla í Hafnarfirði sem heitir Kató.  Æðislegt alveg þar sem við settum þann leikskóla í fyrsta sæti.  Þetta er lítill skóli sem ég held að henti Malín mjög vel.
Fékk svo að vita það í dag að Emma kæmist inn á leikskóla sem heitir Hvammur.  H'un komst sem sé ekki inn á Kató. :(
Fékk svo bréf frá leikskólafulltrúanum í Hafnarfirði um það hvort ég vildi kannski frekar flytja Malín yfir á Hvamm til að þær væru í sama leikskóla. 
Nú er ég alveg í vandræðum.  Tími ekki að sleppa Kató en samt er það kannski vesen að vera með þær í 2 skólum.  Ég get  sótt um flutning fyrir Emmu þannig að hún kemst kannski inn á Kató  á næsta ári. Linda systir ætlar að skoða þetta fyrir mig í dag.

Nú er bara að finna íbúð.  úff.

 

Njótið dagsins. Það ætla ég að gera.
Sól sól skín á mig.

3 Comments:

  • At 10:55 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    til hamingju með gærdaginn:
    ) Glæsileg í kjólnum og náttulega æðisleg brúðkaupsafmælisgjöf hefur pottþétt hitt vel í mark:) Já þið eigið sannarlega spennandi sumar í vændum og æðislegt að það sé komið á hreint með leikskólana fyrir stelpurnar:) Til hamingju með þetta allt saman! Íbúðin kemur og verður glæsileg og akkurat það sem þið þurfið þá:)
    Anna Rósa

     
  • At 2:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með daginn. Rosalega er tíminn fljótur að líða, mér fannst alveg endilega að þið hefðuð gift ykkur síðasta sumar.

    Óli Pálmi

     
  • At 11:33 e.h., Blogger Unknown said…

    ji hvað þú ert sæt í kjólnum. Ég fer því miður ekki í minn 26.apríl þar sem ég verð á flugi yfir Atlantshafið. Fer bara í hann daginn eftir :)
    Það er ekkert smá margt á döfinni hjá ykkur. Algjört æði. oooo hvað því þurfið að njóta síðustu mánuðinna þarna úti. Flott að heyra með leikskólana. Sammála þér að það er erfitt að sleppa Kató..veit að hann er góður. Þekki ekki Hvamm nógu vel til að geta kommentað á hann. Samt bara frábært að vera komin með pláss. Ein sem vinnur með mér og býr í Hafnarfirði er með eina 2ja ára sem kemst hvergi inn..skrítið kerfi þarna.
    Til hamingju með brúðkaupsafmælið. Mér finnst ótrúlegt að það séu 2 ár síðan...

     

Skrifa ummæli

<< Home