Rjómablíða þessa dagana. :)
Nú er sumarið sko komið. Alveg hörð á því. En sumrinu fylgir ekki bara gleði heldur óþolandi ofnæmisvesen. Ég er búin að vera agaleg undanfarna daga. Byrja daginn á að fá mér ofnmæmislnöflu, nefsprey og augndropa. Er svo í því að setja meiri og meiri dropa í augun og er svona la la framan af en seinniparturinn og kvöldin eru verst. Ég var mikið úti í gær, tók eitt beðið mitt í gegn út í garði og það var ekki að virka mjög vel á mig. Ég var svo frá í gærkvöldi þannig að ég gat ekki haft augun opin. Mig langaði mest til að klóra þau úr mér á tímabili. Mikið sem þetta er ógeðslega sárt og böggandi. Ég var komin upp í ból átta mín. yfir níu en gat með engu móti sofna fyrr en seint og síðar meir. Skemmtilegt eða þannig.
Fyrir utan þetta höfum við það ljómandi.
Fórum í dýragarðinn á föstudaginn eftir vinnu hja Ægi, fórum í hjóltúra og hjóluðum m.a á skemmtilega trampólínstaðinn okkar á sunnudaginn. Við erum svona 25-35 mínútur að hjóla þangað. Fer eftir því hvað maður gefur mikið í :).
Þar var allt troðfullt af fólki. Allir að njóta veðursins. Við máttum því bíða eftir borði í hálftíma eða svo.
Fullt af skemmtilegum þrautum í dýragarðinum
Frekar flottir kisar. Þeir komu alveg upp að okkur :)
Ég var nú pínu smeyk yfir því að þeir gætu stokkið yfir girðinguna...:)
Malín á fullu á trampólíninu
Dýrið að dunda sér í sandinum
Músin búin að fá "pabbabollur"
bóndakonan ekki í vandræðum með að gefa kiðlingunum
Snuddubína
verið að græja smá sund í hitanum.
pínu þröngt en bara ljómandi samt.
notalegt að kúra smá í mömmu og pabba holu eftir busl.
1 Comments:
At 11:38 e.h., Unknown said…
Svo sætar myndir. Ég sakna nú bara Tígrisdýrsins míns þegar ég sé blettatígursmyndirnar. Hann er í góðu yfirlæti hjá Evu og bara spurning hvort hún láti hann af hendi þegar við komum til baka.
Skil vel að þið séuð að fíla hitann. Sit hér með hvítvínsglas í 32 stiga hita með bláa sundlaugina fyrir framan mig, alein í húsinu og nýr sumardagsins fyrsta. Þetta hlýtur að þýða að íslenska sumarið verði gott (þrátt fyrir að ég sé í Florida..hehe)
Skrifa ummæli
<< Home