MATARGATIÐ

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Furðulegt veður.

nl-actual

Hér er löngu komið vor. Við sleppum samt ekki alltaf við næturfrostið. Í gær var bílinn okkar þakinn ís. Gróðurinn ekki alveg sáttur við þetta eins og ég tók eftir í gær.  Í einum garði hér rétt hjá er þvílíkt fallegur hvítur rósarunni sem var allur útblómstraður.  Því miður voru allar rósir dottnar af honum og blöðin orðin brún. Agalega sorglegt.  Ég er að vonast til að þetta fari nú allt að koma hjá okkur.  Í dag er glimmrandi fínt veður, sól og einar 12 gráður.  Vona að hitinn fari alveg upp í 17 gráður um helgina . Það væri nú ekki slæmt.  :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home