MATARGATIÐ

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Smá bloggerí

Síðasta vika var nú bara nokkuð góð þrátt fyrir að vera ein heima alla vikuna með stelpurnar.  Hafði bílinn og gat þvælst út um allt.  Vorum duglegar að fara út í skó og á leikvelli.  Fórum í fyrsta sinn á stað sem er við hliðina á trampólínstaðnum okkar.  Fínn staður en tækin svolítið hættuleg fyrir glanna eins og Emmu.  Maður þarf því að hafa augun á henni allan tímann alltaf. Eins er hann ekki alveg nógu vel girtur og því auðvelt að hlaupa út á götu. 
Sophie kom til okkar snemma á föstudaginn og var með okkur til hádegis á laugardaginn.  Fyrsta skiptið sem einhver fær að gista hjá Malín. Ekkert smá mikið spennandi.  Þetta gékk bara vel fyrir utan nokkuð mörg rifrildi. Ég skil ekki alveg hvernig Malín nennir að leika við hana þar sem þetta er mesta frekjubudda sem ég veit um. Ljótt að segja en það verður fínt að losna við aumingja barnið þegar við flytjum.  Ég alltaf að reyna að finna fleiri og fleiri plúsa við það að flytja :).  Frekar leiðinleg. 

Þær voru ekki sofnaðar fyrr en að verða tíu og svo var byrjað að leika klukkan fimm mín. í sex takk fyrir.  Ég dreif mig svo með þær á trampólínstaðinn um morguninn og þær léku sér þar og fengu hádegismat.  Sophie varð ekkert smá hissa þegar ég sagði henni að við færum á þennan stað svona einu sinni í viku.  Hún búin að búa í bænum alla sína æfi og hafði aldrei komið þarna fyrr og ekki einu sinni á þennan hluta bæjarinns.  Hún spurði bara hvort við væru ennþá í Oisterwijk. Frekar fyndið.  Hún skemmti sér alveg konunglega. Sagði m.a áður en þær fóru að sofa að þetta hefði sko verið besta kvöld í heimi hjá sér.  Við Malín vorum svo búnar á því eftir að við skiluðum henni heim í hádeginu að við fórum beint og lögðum okkur með Emmu.  Keyrðum svo til Den Bosch og sóttum Ægi á lestarstöðina.  Voða gott að fá hann heim. Hann fór beint í það að græja netið hjá okkur sem var búið að vera ansi leiðinlegt og svo var fallegi ísskápurinn tengdur. Þvílíka snilldin.  Það var ekki leiðinlegt að raða í hann :). Verður ennþá skemmtilegra þegar við verðum búin að tengja vatnið í hann.

Á sunnudaginn skruppum við fjölskyldan á 2 veitingastaði þar sem hægt er að leika sér. Fyrst fórum við á glænýjan stað sem við höfum ekki séð áður. Hann er staðsettur inn í skógi rétt hjá tjaldstæði.  Allur afgirtur og mjög skemmtilgur. Við Ægir settumst við borð og gátum fylgst með þeim systrum leika sér. Þvílíkt gaman.  Það var reyndar pínu erfitt fyrir Emmu að komast upp í sum tækin en þá var bara kallað á mömmu eða pabba.  Komum svo aðeins við á öðrum stað á leiðinni heim.

Í gær kom svo Ægir heim með þurkarann okkar. Við vorum svo heppinn að einn nágraninn okkar leit hér inn til okkar seinnipartinn í gær og bauðst til að hjálpa Ægi með hann upp á 3 hæð.  Nú er hann kominn í samband og ég að prófa að þurka handklæði og þvottapoka.  Munurinn.  Þetta verður algjört æði. Þoli ekki að vera alltaf með þvott á 2 snúrum og lök og sængurver hangandi niðraf handriðum hjá okkur.  Svo er það bara uppvottavélin og þá erum við orðin aldeilis græjuð.  Redduðum því í gær þannig að hún verður sennilega komin í hús í næstu viku. Því miður verður hún í umbúðum þar til við flytjum.  Eins gott að hún sé ekki gölluð.

Ætlaði að setja inn á barnalandið áðan en er ekki lengur með aðgang.  Þarf að græja greiðslu til þeirra og þá get ég loksins farið að hlaða inn svona eins og 300 myndum.  Það verður stuð. Eða þannig.

Barnapían okkar kemur klukkan sex. Við hjónin ætlum að fara 2 ein út að borða.  Yndislegt.  Erum að hugsa um að hjóla á nýjan stað sem við höfum aldrei farið  áður.  Vona að það rigni ekki mikið á okkur.  Meira af því síðar.

IMG_3246

Ís-grís

IMG_3269

Kominn háttatími

IMG_3280

Emma að þykjast sofa á trampólíninu

IMG_3283

Nýjasti staðurinn sem hefur þann kost að vera með girðingu allan hringinn og því ekki mikið stress að dýrið hlaupi út á götu eða hverfi bak við hús.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home