MATARGATIÐ

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Fyrsta sinn í bíó.

Jebb. Dagsatt.  Alveg ótrúlegt að ég skuli vera búin að búa hér í  3 og hálft ár og aldrei farið í bíó.
En í síðustu viku varð breyting á. Fengum barnapínuna okkar til að koma til okkar klukkan fjögur.  Ég var búin segja henni að við ætluðum að fara í fimm bíó og fara svo eitthvað og fá okkur að éta.  Sagði henni meira að segja að myndin væri um 150 mín. þannig að hún ætti kannski ekki að búast við okkur snemma.  Ég var búin að sjá að myndin væri sýnd klukkan fimm í einu bíóinu í Tilburg en þá hafði ég bara skoðað mánudag og þriðjudag.  Við fórum á fimmtudegi og þá var hún að sjálfsögðu ekki sýnd á sama tíma.  Ægir fann það svo út að við gætum brunað til Eindhoven og náð henni tuttugu yfir fimm sem var bara stórfínt.  Ekki mikið mál að renna á milli borga.  Svo svakalega stutt á milli hér :).
Breyttum samt planinu þar sem barnapían gúffaði því út úr sér að fullt af vinum hennar ætluðu að hittast á veitingastað niðri í bæ klukkan átta.  Dæs.
Brunuðum af stað og vorum mætt fyrir utan bíóið hálftíma fyrir sýningu.  Ægir hljóp inn til að kaupa miða og á meðan settist ég niður á veitingastað sem var staðsettur á móti bíóinu.  Fengum okkur smá salat sem var voða gott og drifum okkur svo að sjá nýju Batman myndina  The Dark knight.  Salurinn mjög flottur, góðir stólar og plássið yfir í næstu sætaröð var ótrúleg.  Það var svona varla að ég næði með tærnar í stólinn fyrir framan mig.  Þarna fékk ég líka besta popp í heimi :) jommí, og hvítvínstár með.  Frekar fyndið.  Myndin var stórgóð, eiginlega bara alveg frábær.  Heath Ledger karlinn æðislegur sem jókerinn.  Bara snillingur.  Síðasti klukkutíminn var samt pínu erfiður. Ég var bara svooo rosalega mikið að pissa á mig.  Ég bara tímdi alls ekki að missa úr eina einustu mínútu. 
Vorum kominn heim aftur klukkan níu þannig að barnapían komst til að hitta vini sína.

Erum búin að bóka hana aftur í næstu viku.  Ætlum þá að hjóla eitthvert og smjatta vonandi eitthvað gott á einhverjum veitingastaðnum.  Allt of mikið af stöðum sem við eigum eftir að prófa hér.  Veitingastaðirnir eru svo hrikalega margir.  Alveg sama þó við séum alltaf úti að éta.  Alltaf rekst maður á veitingastaði og kaffihús hér og þar.

Var búin að ætla mér að dobbla hana til að koma eitthvað í þessari viku þar sem Ægir er á Íslandi.  Hún var því miður upptekin.  Hefði verið ljúft að fá hana í einn, tvo tíma til að komast aðeins út (án þess að vera með músina og dýrið með).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home