MATARGATIÐ

þriðjudagur, júní 17, 2008

Síðustu 2 vikur.

Timinn búinn að fljúga áfram.

 

Ægir og Malín fóru út á flugvöll 2 juní. Gaman að því, sérstaklega þar sem Malín vissi ekki af því. Ætlaði bara með pabba á rúntinn, kaupa smá nammi og blöðru :).
Hún varð heldur betur hissa þegar hún sá ömmu og afa labba í áttina til sín. Sagði ekkert, bara gapti :).

IMG_2298 (Medium)
Þau stoppuðu í tæpar 2 vikur. Frábær tími. Malín og Emma nutu þess í botn að geta kíkt upp á loft til þeirrra á hverjum morgni.  Ekki heldur slæmt að dobbla þau í ýmsa leiki með sér :)
Röltum oft í bæinn, á kaffihús, borðuðum stanslaust úti í garði :), stundum morgun-hádegis og kvöldmat :).  Bara næs.
Held svei mér þá að það hafi bara verið eitt skipti sem við neyddumst til að smjatta inni vegna veðurs, en þá var rigning.

IMG_2302 (Medium)

föstudaginn 6 juni fengum við okkar frábæru barnapíu til að passa fyrir okkur.  Man ekki hvort ég var búin að minnast eitthvað á hana hér en hún er bara æði.  Þetta er 19 ára stelpa sem er svo ótrúlega næs, blíð og almennileg.  Ég hef samt smá samviskubit yfir því að hafa "stolið" henni frá vinkonu Malínar.  Hitti hana þar fyrst þar sem Malín fékk að leika hjá Sophie og þar var hún. Þetta var hálfgerð ást við fyrstu sín (svona barnapíulega séð) hafði nefnileg fengið nokkur boð frá öðrum sem ég bara hreinlega treysti ekki.  Ég prófaði bara í gamni að spurja hana hvort hún hefði kannski áhuga á að passa fleiri krakka og hún hélt það nú :).  Frábært fyrir okkur.  Stelpurnar eru líka svo glaðar með hana.  Ekkert vesen.

IMG_2318 (Medium)
En sem sé, við drifum okkur á Linnen :)...jibbbí.  Elska þennan stað. Þrátt fyrir hátt í 50 þúsunda reikning  (fyrir okkur 4) að þá var það svooo þess virði.     En þetta er auðvitað ekki eitthvað sem við gerum á hverjum mánuði eða oft á ári. Erum reyndar alveg á því að fara þarna a.m.k einu sinni enn áður en við flytjum.  Þá ætlum við að skella okkur á 10 litla rétti sem eru allir svona surprise. Gaman gaman. 

Í þetta skiptið ákváðum við að fá okkur 5 rétti með víni.  Fáum samt alltaf einhverja auka rétti inn á milli, bara gaman.
1.Fyrst fengum við skeið með parmesankúlu, algjört æði. Ekki bara parmesan heldur eitthvað meira jommí líka.
2.  Síld og egg með aspasfrauði. Bara gott.
3.  Hörpudiskur sem var fullkomlega eldaður með gæsalifri og fleiru (hinir fengu eitthvað annað. Ég ofnæmisgrísinn fékk ekki alltaf það sama og hinir.
4.  Þorskur með roði (sem ég er ekki vön að éta, þ.e.a.s roðið) en þvílíka jommí-ið. Borið fram með aspasi, kampavínssósu og spínatfrauði.
5.  Lambafile með steinseljumauki, litlir kartflukubbar, frábær mús og æðislegasta soð sósa í heimi :).

Eftir þetta fengum við deserta sem voru að sjálfsögðu æði æði og gott kaffi.
Alltaf jafn frábær þjónusta sem við fáum þarna. Dúdinn svo mikið rassagat sem á staðinn. :) 


Eftir Linnen kíktum við á listasýningu sem er árlegur atburður hér í Oisterwijk. Þarna eru rosa margir listamenn sem sýna sína skulptura í miðbænum. Rosa flott. Gaman að sjá þetta að kvöldi til.  Ljós út um allt og skemmtileg stemning.

IMG_2323 (Medium) IMG_2389 (Medium)(mynd tekin að degi til (síðar :) )

 

IMG_2390 (Medium) (og þessi líka :))

Við Ægir hjóluðum heim í æðislegu veðri og tengdó röltu. Seint og síðar meir eða upp úr miðnætti fórum við svo í það að skreyta garðinn  fyrir músina okkar. Hún var búin að pannta það að við værum búin að setja upp blörður og skraut þegar hún vaknaði á afmælisdaginn sinn :). Gaman að því.  Það gékk ótrúlega vel þrátt fyrir gríðarlegt myrkur. 

IMG_2326_edited-1 (Medium)IMG_2328 (Medium) (dýrið fékk líka pakka :))

 

07.06.08. Malín vaknaði alsæl um morguninn. Kom upp í og tók upp pakka frá Íslandi.  Skröltum okkur svo niður þar sem ég bakaði þykkar litlar pönnsur handa afmælisbarninu. Vorum í svolitlu stressi þar sem Malín átti að útskrifast úr tónlistarskólanum stuttu síðar.
Við mættum svo öll á útskriftina og hlustuðum á krakkana spila og syngja. Malín sá um trommuslátt og stóð sig þvílíkt flott.  Mamman og pabbinn frekar mikið stollt. Mátti hafa mig alla við við að fara bara ekki að grenja.

IMG_2338_edited-1 (Medium) IMG_2340_edited-1 (Medium) (frekar einbeitt)


Veislan gékk glimmrandi. Fengum skemmtilega gesti og gátum við haft veisluna utandyra sem betur fer. Ekki mikið pláss hér niðri hjá okkur fyrir margmenni. 
Frábært að hafa ömmu og afa með í veislunni.  Frábær dagur.  Fyrst var smjattað á 2 tertum. Einni sem Malín bjó til sjálf og annari sem við keyptum.   Síðan grilluðum við fjöldan allan af borgurum sem við bárum fram með avacado, salsa og fullt af salati..jommi. 


IMG_2346 (Medium)IMG_2348 (Medium)

IMG_2384 (Medium) Malín fékk þetta æðislega hjól frá okkur og ömmu sinni og afa. Það kostaði 30.000 takk fyrir. Algjör bilun. Skil ekki af hverju hjól eru svona dýr hérna.

Við fórum einn góðviðrisdaginn á trampólínstaðinn okkar.  Frábært veður og alltaf jafn gaman að vera þarna.
IMG_2363 (Medium) 
Ægir skrapp með pabba sínum eitt kvöldið út að borða hérna niðri í bæ  og síðan fóru þeir á annan stað til að horfa á fótboltaleik. Þar var fullt af öðru liði og m.a annars 2 gaurar sem vinna á Trampolínos eða De Belvertshoeve eins og hann heitir nú réttu nafni.  Annar dúdinn kom upp að Ægi meira að segja og spurði hann hvort hann væri örugglega ekki fastagestur..hihi..frekar fyndið.

Föstudaginn 13. fóru svo tengdó aftur heim.  Ég tók mér 2 tíma í að dunda mér við síðustu kvöldmátíðina (í bili a.m.k)
Frekar mikið gaman að dúllast í matargerð.  Tengdamamma heimtaði að ég tæki mynd af matnum :)
IMG_2398 (Medium) lítur kannski ekkert svaðalega vel út á mynd, en nokkuð gott samt :)

Ég var búin að bóka mér tíma hjá klipparanum mínum í litun og klippingu klukkan sjö, en þá vissi ég ekki að tengdó færu svona seint heim. Þau áttu ekki flug fyrr en mjög seint um kvöldið.  En.  Við borðuðum bara snemma og áttum góða stund saman og svo mætti klipparinn.  Ákvað að breyta aðeins um og nú er ég með kolsvart hár.  Emma fékk sína fyrstu klippingu :)  Gaman að því. Næstum því orðin 2 ára og aldrei farið í klippingu. :) Toppurinn var reyndar bara það eina sem var klippt.
IMG_2400 (Medium) 
Sæta snuddubínan mætt í sínu fyrstu klippingu :)
IMG_2402 (Medium)

Ballið byrjað og dýrið sallarólegt.

IMG_2404 (Medium)

Ekki málið að bíða bara rólegur :)

IMG_2405 (Medium)

Frekar mikið rassgat

IMG_2406 (Medium) 
Hún kom okkur svooo að óvart. Vorum búin að búast við allt öðru..hihi :)

IMG_2409 (Medium) 
Orðin voða fín. Gott að sjá aðeins út

 

Annars er það bara ræktin hjá mér.  Held reyndar að það nenni enginn að lesa meira um það :).  Ætla samt að setja það hér inn hvað ég er búin að vera obbolega rosalega dugleg :) Það er samt aðalega fyrir mig.
Ég er búin að sprikla heil ósköp síðustu 6 vikur. Hef mætt 5 x í viku og verið að í sportinu (ekki með sturtu hihi) 6-8 tíma á viku.  Ég sló reyndar metið mitt í síðustu viku þegar ég æfði í 9 klukkutíma og 24 mín. :)  Mætti þá reyndar alla virku dagana og líka á laugardaginn og sunnudaginn.   Nú er það bara harkan sex enda 2 dagar í spán. Mæti í mælingu á hverjum föstudegi þar sem þjálfarinn minn skoðar stöðuna á mér.  Í gær mætti ég um morguninn í bodypump tíma og tók pinkuponns cross-trainer líka.   Var svo búin að redda mér minni frábæru barnapíu um kvöldið þannig að ég gat farið í sportið aftur :). Ég er að verða algjör íþróttaálfur. Gaman að því.
Hjólaði klukkan hálf níu í 20 gráðum og blíðu og tók klukkutíma cross-trainer og gerði tonn af magaæfingum.  Jiii hvað ég var glöð í bragði þegar ég hjólaði heim aftur :).  Bara notalegt.
Fyndið þegar maður mætir svona að kveldi til hvað það er allt annað fólk í ræktinni. Maður hittir alltaf sama liðið, flesta daga enda mjög margir sem sporta alla daga hér. Svo er bara allt annar hópur á kvöldin.
Í gær var margt um manninn á barnum (í ræktinni) En í gegnum hann labbar maður til að sporta.  Það er búið að setja upp risa tjald þar sem fótboltinn er sýndur.  Örugglega voða skemmtilegt mæta þegar Holland spilar. 
ruud_van_nistelrooy_05 (Medium)
Ég keypti voða sæta Hollenska búninga á okkur mæðgur um daginn.  Var búin að finna á þær systur og stóðst svo ekki mátið þegar ég rakst á einn búning í barnadeildinni sem var númer 146-152. Ég varð bara að kaupa hann á mig og sem betur fer smellpassar hann á mig eins og flís við rass.

Komið gott held ég.
Farin að pakka.

1 Comments:

  • At 2:27 f.h., Blogger Unknown said…

    Ótrúlega gaman að lesa svona langt og viðburðarríkt blogg. Greinilega búinn að vera æðislegur tími hjá ykkur. Það hefur verið svo gott að njóta Hollands í gegnum ykkur og mikið er ég eftir að sakna þess, eins og ég sakna þess að búa ekki þarna lengur. Ég er strax farin að hlakka til ferðanna okkar saman þangað í framtíðinni, vá hvað það verður gaman. Gista á hóteli í Oisterwijk, fara á Linnen, rölta á DeLind og allt hitt :)
    Mér finnst alltaf gaman að lesa um ræktina þína en þá verður þú líka að þola að lesa um hlaupin mín :)
    Skil þig ssssvvvvooo vel að vilja skrifa um þetta. Enda frábært að lesa þetta síðar.
    Góða ferð og skemmtun á Spáni.
    Knús og kossar frá okkur úr sólinni, rokinu og þurrasta júní ever í Garðabæ

     

Skrifa ummæli

<< Home