Holland-Spánn-Holland
Hvar á maður bara að byrja?.
Júbb. Byrjum á Duran :). Þeir klikka ekki frekar en fyrri daginn. Við hjónakornin keyrðum til Brussel þann 18 juni. Duran Duran héldu tónleika í leikhúsi, sviðið mjög lítið og því urðu tónleikarnir allt öðruvísi en þeir 2 fyrri sem ég fór á í Amsterdam og í Antwerpen. Fólk sat í sætum fyrir framan sviðið (þó ekki lengi :) ) en við vorum uppi á svölum vinstra megin og talaði Ægir um það að þetta væri bara eins og í Sjallanum í gamla daga:). Algjört æði æði æði. Keypti mér nýjan rándýran bol á 4000 kall. Mynd af honum síðar :). Mættum akkúrat á réttum tíma í sætin. Um leið og við settumst byrjuðu DD að spila. Það tók heila eilífð að finna stæði. Brussel er nú meiri borgin. Fyndið að segja frá því að á einum umferðarljósum kom bíll upp að okkur til að spurja til vegar :). Dúdarnir vildi ólmir vita hvernig þeir færu að því að finna Duran tónleikana..hihi.
(Músin tók mynd af múttunni (í gamla bolnum) áður en haldið var á tónleika :). )
John og Simon búnir að fara í orgel tíma :). Roger flottur með míni trommur. Vantaði bara Andy karlinn.
Morguninn eftir héldum við út á flugvöll. Frí frí frí. Eða þannig. Það er auðtitað ekki mikkð frí þegar "dýrið" er nálægt. En alltaf gaman að breyta um umhverfi og hitta skemmtilegt fólk.
Fyrsti morgunmaturinn á Spáni :)
Sæta amælisstelpan. 21 mánaða.
við vorum upp á efstu hæð :)
flott barnasundlaug
nóg af bekkjum til að flatmaga á
Músin mætt á ströndina
Diskóið á hótelinu var skemmtilegast í heimi. Held að þær systur hafi náð því að dansa öll kvöld fyrir utan eitt (fyrir utan þann tíma sem við vorum í brúðkaupi)
Við fórum niður í bæ að borða á kvöldi númer 2 með öllu fólkinu, rosa gaman. Það er bara ekki mjög gaman að taka dýrið með á veitingastaði. Hún nennir ekki að sitja kyrr, vill bara vaða af stað og reynir eins og hún getur að stinga af. Fórum því bara þetta kvöld og eitt hádegið út að borða á fínan stað sem við gerðum næst síðasta daginn. Þá líka sáum við það ansi vel af hverju við hefðum ekki gert meira af því að borða á flottum stöðum. Fórum reyndar 2x á rosa góðan vok stað sem var rétt hjá hótelinu. Gátum borðað á okkur gat og borgað mjög lítið fyrir sem var frábært. Annars fannst okkur mjög dýrt að fara út að borða þarna á spáni og eins var rándýrt að kaupa í matinn í súpermarkaðinum. Spánn greinilega mun dýrari en við erum vön hér í hollandi.
Við borðuðum oftast í hótelgarðinum eða í kringlunni sem var við hliðina á hótelinu, (ekki kannski mjög spennandi) en þar gat hún aðeins dundað sér í leiktækjum á meðan við borðuðum. Ægir sótti 3x mat handa okkur og svo held ég svei mér þá að ég hafi eldað 2 x :).
Ótrúlega gaman að fylgjast með Malín læra alla dansana. Þetta var mjög sniðugt þarna hjá krökkunum sem sáu um dagskrána fyrir börnin. Þau voru með ein 7 lög sem þau spiluðu á hverju kvöldi. Síðan var dans við hvert lag. Krakkarnir ekki lengi að læra þetta allt saman. Emma dansaði og dansaði en fannst mest spennandi að vera bara uppi á sviði :) hihi...en hún var reyndar eina barnið sem fékk að vera uppi á sviði með liðinu eins og hún vilid. Aldrei rekin niður, enda langflottust.
Flott saman. Músin, Aron Orri og Sigurður Gísli. (öll fædd 2004)
Krútta krútt
Lubbilína að fá sér smá aloa vera gel
Emma ísgrís mætt á diskó
Ísgrís líka. Í dansstuði.
Systur dolfallnar yfir Flamingo dans-sýningu.
Ótrúlga gaman að vera með Hugrúnu og Örnu Sirrý í 2 vikur :) Frábærar frænkur.
Malín var rosa duglega að taka þátt í öllum leikjum sem í boði voru á hótleinu. Alltarf eitthvað um að vera fyrir krakkana. Frekar mikið gaman. Emman aðeins of lítil.
Mynd sem Malín tók af okkur í litlum bæ sem heitir Mijas. Hann er staðsettur rétt fyrir ofan ströndina sem við vorum á.
Flott útsýni.
Emman búin að finna nýjan vin til að ráðskast með.
Malín vann einn leikinn sem fram fór á hótelinu. :)
Fékk að fara með einum stjórnandanum á barinn þar sem hún fékk kók í verðlaun. Frekar mikið sátt við það.
Stuð í nýju fínu kerrunni sem var keypt fyrir ferðina.
Fengum að sjá eðlu og slöngusýningu eitt kvöldið. Mjög gaman að klappa þessari sætu eðlu. Ég fékk líka að halda á 3,5 metra slöngu. Á mynd af því sem ég þarf að skanna :).
Músin með Sigga sæta. Þau voru eitthvað að tala um að gifta sig :)
Á hótelinu voru 3 -5 sýningar á viku. Held að við höfum bara misst af einni á þessum 2 vikum, enda dvöldum við nánast öll kvöld í hótelgarðinum eða vorum komin heim fyrir klukkan hálf níu til að ná barnadiskóinu.
Föstudaginn 27 juni keyrðum við frá Costa del sol til lítils þorps sem heitir Campillo de Ranasum. Þetta litla ótrúlega fallega þorp er í 2 tíma fjarðlægð lengst upp í fjöllunum fyrir ofan Madrid. Þetta ferðalag okkar tók allan daginn. Lögðum af stað klukkan tíu að morgni og vorum mætt á svæðið klukkan sjö um kvöldið.
Aðeins verið að sóla sig fyrir brúðkaupið.
Fallega húsið sem við gistum í.
vorum með þennan fína garð
Marío brúðgumi lengst til hægri ásamt pabba sínum og bróður.
Það var frekar mikið heitt þennan daginn eða hátt í 40 gráður held ég. Öfundaði ekki karlmennina á svæðinu að vera í jakkafötum og lokuðum skóm.
Berglind sem var stórglæsileg að mæta í athöfnina ásamt Ragnari pabba sínum.
Athöfnin var mjög falleg og umhverfið skemmdi ekki fyrir. Eftir athöfn var boðið upp á smárétti og ýmsa drykki. Þar á eftir var veislan haldin í stóru tjaldi þar sem boðið var upp á 3 rétta máltíð. Emma var í stuði og neitaði að sofna í kerrunni sinni. Ægir fór svo með þær systur upp í hús að sofa klukkan rúmlega tólf en ég fékk að vera lengur og fór ekki að sofa fyrr en klukkan þrjú. Boðið var upp á diskótek og þar var mikið stuð og mikið fjör og enn og aftur var boðið upp á kræsingar og í þetta sinn var það flott sætabrauð. Síðustu gestir fóru ekki að sofa fyrr en verða sex.
Gunndís mamma Berglindar var stórglæsileg eins og dóttirin. Hún og Ragnar tjúttuðu fram á nótt á diskóinu. Frekar flott :)
Snuddubínan hjá pabba sínum.
Helgi Seljan og fjölskylda voru með okkur í húsi ásamt mörgum öðrum. Hann varð besti vinur Emmu. Emmu fannst líka dóttir hans algjört krútt.
Frænkur Marío voru ekkert smá flottar og alveg í stíl :)
Aðeins verið að spjalla meira við Helga.
Það var líka ansi frábært að vera með þessum :).
Malín með Dóru frænku sinni.
Ferðalagið heim á hótel á sunnudeginum gékk ótrúlega vel. Keyrðum endalaust og stoppuðum mjög stutt. Við vöknuðum klukkan níu og fengum okkur morgunmat og vorum farin af stað á slaginu tíu. Vorum svo mætt í sundlaugina á hótelinu klukkan rétt rúmlega fimm :). Jii hvað það var næs. Okkur varð nú hugsað til allra hinna sem voru þá rétt að hefja sitt ferðalag heim en þau voru sótt með rútu og keyrð á flugvöllinn í Madríd þar sem þau flugu til Malaga.
Ægir keypti dvd spilara og 2 skjái fyrir þetta ferðalag sem bjargaði okkur alveg. Á meðan Bóbó bansi var látinn rúlla að þá var dýrið sátt :).
Malín að busla með Kristjáni frænda sínum.
Ægir að sóla sig þarna til vinstri :) Nafna mín og Hreinsi hennar þar fyrir aftan.
Flottur sundlaugargarður og frábært að vera þarna.
Verið að bera saman bækur sínar :)
Sætar prinsessur á leið á diskó
Mæðgur í svaka stuði
Jónas, Kristín og Aron Orri
Músin fékk augnskugga og gloss. Frekar sátt
Emma að aðstoða uppi á sviði.
Bjarni frændi að kenna músinni á tölvuspil
Þessi sæta veitti okkur Ægi félagsskap á svölunum eitt kvöldið.
Ægir fór á túnfiskveiðar með strákunum einn daginn. Mjög skemmtilegt þrátt fyrir lítinn afla.
Ótrúlega flottar snekkjur þarna sem kostuðu frekar mikið. Held að Ægir hafi verið að tala um að ein sem var á sölu hafi verið á rúmleag einn milljarð. Sæll.
Kósýstund. Þórunn, Emma, Malín og Ragnar töffari.
Fengum okkur bíl og keyrðum á aðra strönd og skoðuðum bátahöfn.
Borðuðum á æðislegum stað heilsteiktan fisk sem var innbakaður í salti. Mjög gott.
Emma sat svona í c.a 5 mín. og svo var gamanið búið. Við Ægir skiptumst á að borða á meðan hitt hljóp á eftir henni.
Flott útsýni frá veitingastaðnum.
Emma ætlaði að keyra heim.
Aðeins verið að leggja sig fyrir diskóið
Lítill selur
Hvað ætti ég nú að fá mér?
Notalegt að busla í barnalauginni
Síðasta kvöldmáltíðin var á svölunum. Borðuðum rosa gott salat með túnfiski, eggjum, lauk, tómötum, ólífum og fleiru. Jommí.
Síðasta diskóið.
Partur af fólkinu sem var með krakkahópinn. Man ekki hvað stelpurnar heita en stráksi heitir Mark.
Fengum æðislega mexico mat áður en við lögðum í hann á flugvöllinn.
Snuddan fer ekki langt frá manni. (örfáum mín. eftir þessa mynd var mín rokin út af staðnum.)
Ferðalagið heim gékk bara nokkuð vel. Emma reyndar mjög leiðinleg í flugvélinni en það er auðvitað ekki nýjar fréttir. Hún sofnaði nú reyndar og svaf í klukkutíma en vaknaði við gjammið í kerlingunni sem ætlaði að reyna að selja eitthvað drasl.
Keyrðum svo frá Amsterdam og hingað heim og vorum kominn í hús um 22:00. Stelpurnar voru í stuði þrátt fyrir að vera búnar að vaka þvílíkt mikið. Fengu núðlur og horfðu á teiknimyndir til klukkan að ganga miðnætti.
Þær systur eru ennþá að jafna sig eftir ferðina. Fóru alltaf seint að sofa og eru þvílíkt langþreyttar. Emma svaf til hálf tíu fyrsta daginn eftir að við komum heim og til hálf ellefu daginn eftir. 3 síðustu morgna hefur hún sofið til hálf níu. Þvílíkt notalegt. Malín sefur líka og sefur þangað til hún er vakin.
Við erum mjög sátt við þessa ferð. Æðislega gaman að hitta ættingja Ægis og vera með þeim á hótelinu og í brúðkaupinu.
Við eigum pottþétt eftir að fara aftur á þennan sama stað. Kannski bara strax á næsta ári, hver veit :).
Fyrst ég er byrjuð á þessu ofurbloggi læt ég þessar fylgja með.
Daginn eftir heimkomu fórum við á Trampólínstaðinn okkar þar sem við enduðum á að fá okkur kvöldverð. Foreldrarnir ekki alveg komnir í eldunargírinn eftir ferðalagið.
Emma frekar spennt yfir því að hitta vini sína geitalingana aftur.
Malín bóndakonan mín.
Á laugardaginn hjóluðum við lengst inn í skóg og fundum nýjan trampólínstað. Þetta er pönnukökustaður þar sem hægt er að fá 100 tegundir. Þarna er hoppikastali, trampólín, fullt af hjólum, rennibraut og rólum.
Ég fékk mér tælenska pönnsu en stelpurnar fengu pönnsu með ýmsum ávöxtum. Rosa flott.
4 Comments:
At 7:29 e.h., Nafnlaus said…
Vá ! Frábærar myndir og gaman að sjá ferðasöguna. Þið eruð brún og sælleg og litla dýrið komið með sítt hár og allt :) hrikalega krúttleg. Kveðja úr sumrinu í Hafnarfirðinum.
At 1:26 f.h., Nafnlaus said…
Jahérna hér!!!
Frábært blogg og var alveg með ykkur þarna í anda ...
Takk kærlega fyrir mig og OMG hvað mig langar til úgglanda!!!
Ég trúi reyndar ekki að ég sé að klúðra því að koma ekki í heimsókn til Hollands...
Kv. Kristjana
At 11:37 e.h., Nafnlaus said…
Kvitt kvitt - sýna kurteisi:) Tek mig á promise;)
Æðisleg blogg og skemmtilegar myndir hafið greinilega átt frábært frí saman.
Takk fyrir spjallið í kvöld - loksins;) hehe.
Heyrumst bráðum aftur.
Anna Rósa
At 7:10 e.h., Unknown said…
Gaman að lesa svona langt og flott blogg. Aldeilis búið að vera gaman hjá ykkur. Er að mana mig upp í að skrifa ferðabloggið okkar líka.
Skrifa ummæli
<< Home