MATARGATIÐ

föstudagur, september 05, 2008

Flutningur. Akkúrat 2 vikur í dag.

Ji dúddi dúdd.  Mikið rosalega líður tíminn all svaðalega hratt.  Við fáum gáminn okkar fimmtudaginn 17 september, troðum í hann og förum svo út á flugvöll og gistum í eina nótt. Síðan er það Ísland daginn eftir eða föstudaginn 18 septeber.
Reikna með því að við mæðgur fljúgum svo einar norður sama dag en Ægir verði eftir í borginni fram á laugardag. 

Pökkunin gengur vel.  Er búin að pakka ofaní tæplega 60 kassa, merkja voða vel og stafla þeim vídd og breitt um húsið.  Það er orðið frekar erfitt að finna fleira smádót til að setja ofaní kassa.  Margt sem ekki er hægt að missa fyrr en síðustu dagana.

Elisa ætlar að passa stelpurnar í næstu viku á meaðn við Ægir græjum stóru mubblurnar okkar.  Það þarf að ganga vel frá þessu öllu svo það skemmist ekki í gámnum.

En jæja.  Best að fara að græja sig í sportið.
Sjáumst á Íslandi von bráðar.  :)

2 Comments:

 • At 3:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  rosalega líður tíminn hratt...jemundur minn!!!

  það verður frábært að fá ykkur á Íslandið góða rándýra:-)

  En annars er það helst í fréttum að greindarvísitala mín hefur hækkað þar sem ég er komin í brúnkuhópinn og blondínan fengið að fjúka:-)

   
 • At 2:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Já það verður æði að hitta ykkur og alla hina skmemmtilegu :)
  Hlakka til að sjá nýja lúkkið :)

   

Skrifa ummæli

<< Home