MATARGATIÐ

þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Smjatterí og fleira.

Á föstudaginn skruppum við í Alexandrium í Rotterdam. Þar eru 3 stórar kringlur, ein bara með húsgögnum, önnur með stórum búðum og enn ein með veitingastöðum og tonn af ýmsum búðum.  Erindið var að kaupa nýjan sófa þar sem sá gamli er orðinn ansi gamall og lúinn og ég er ekki viss um að hann þoli ferðina heim í gámnum auminginn.
Ekki drösluðumst við heim með sófa í þetta sinn. Bara troðfullan risa poka úr H&M.
Það virðist ekki vera hægt að kaupa sér sófa hér samdægurs nema bara í Ikea.  Vorum búin að finna okkur 2 mjög flotta sófa sem kostuðu ekki skrilljón (ætlum að kaupa okkur 3 sæta tungusófa) en nei nei. Biðtíminn á þeim báðum voru 12-13 vikur takk fyrir.  Aðeins of seint fyrir okkur þar sem við verðum löngu kominn heim þá.
Kíkti svona rétt aðeins í H&M á leiðinni út og keypti alveg fullt á Malín.  Eins gott að fata þessar dúllu upp áður en við flytjum. 
Keypti m.a 2 flauelsbuxur, 1 joggingbuxur, rosa flottar gallabuxur, prinsessupils, 2 leggings, 3 sokkabuxur, 2 peysur, sokka og spennur á Malín.  Og Emman fékk prinsessupils, rosa flottar gallabuxur, sokkabuxur og spennur.  Alltaf fær hún miklu minna.  Erfitt að vera litla systir og fá allt af þeirri stóru.

IMG_3313

Eldaði voða gott salat á laugardagskvöldið.  Ekki bara gott heldur holt líka :)
300 gr (sirka) Kjúklingabringur
3 avacado
3 vorlaukur
8 sneiðar parmaskinka (fannst það of mikið) Borðaði ekki nema kannski 2 og skildi hinar eftir. 

1 dolla sýrður rjómi
3 matskeiðar hrein jógúrt
salt og pipar.

 

Parmaskinkan er fyrst steikt á pönnu og látin þerrast á eldhúspappír.
Kjúklingurinn skorinn í bita.
Vorlaukurinn skorinn í ræmur.
Avacadóið græjað. Best að gera það rétt fyrir steikingu þar sem það vill verða brúnt og ljótt á litinn.

Steikið kjúklingabitana, saltið og piprið. 
hendið lauk og avakadó út á pönnuna og hitið aðeins.

Setjið á diska og parmaskinkuna með.
Hellið dressingunni yfir og borðið sem fyrst.
Algjört jommi, mjög einfalt og fljótlegt.

Það er örugglega mjög gott að hafa smá beikon sneið í staðinn fyrir parmask.  Ég á örugglega ekki eftir að tíma því að kaupa parmaskinku í hverri viku heima eins og hér. :)

 

Gerði líka voða gott og sniðugt salat handa okkur á fimmtudaginn var.
Setti blandað salat og rucola í stóra skál.  Var svo með cirka 8 litlar skálar og setti ég í þær, mozzarella, parmesan, hráskinku, linsubaunir, ansjósur, steiktar kjúklingabringur, vorlauk, tómata og kannski eitthvað fleira.  Fengum okkur salat í skál og völdum okkur svo eitthvað gotterí úr litlu skálunum. Svo var bara fengið sér aftur og aftur og aftur þangað til búið var að prófa hinar ýmsu samsetningar :). Voða gaman.

 

IMG_3315

Malín fór í óvissuferð með pabba sínum á sunnudaginn.  Vissi ekkert fyrr en hún var búin að fá popp og eplasafa og á leiðinni inn í sal þegar hún fattaði að hún væri að fara í bíó.  Hún var svo spennt að hún spurði ekki einu sinni á hvaða mynd hún væri að fara :).  Skemmti sér konunglega á meðan pabbinn dottaði öðru hvoru.  :)

Ægir eldaði rosa flottar skeljar handa okkur í gærkvöldi. Ég hef aldrei verið hrifin af þeim, smakkað eina og eina en aldrei viljað borða þetta.  Finnst yfirleitt allt of mikið sjóbragð af þeim og svo eru þær bara svo hrikalega ljótar og ógyrnilegar. Setti nokkrar á disk hjá mér svona til að vera með hinum í fjölskyldunni.  Malín hefur alltaf verið vitlaus í þetta og Emmu fannst þetta ljómandi líka. Jommí.

IMG_3326

Ætlum að elda okkur svona fljótlega aftur og hafa þá aðeins minna soð (vatn og hvítvín) og skella svo smá rjóma og þykkjara út í og hafa sem súpu.

IMG_3335

Malín var búin að borða. Kom svo aftur að borðinu og vildi fá meira.  Kláraði restina sem til var. Nammnamm.

IMG_3331

Dýrið í skeljaáti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home