Út að borða í gær.
Það var algjört æði. Barnapían kom til okkar klukkan sex og við vorum kominn af stað á hjólunum okkar korter í sjö. Fórum á stað sem heitir Villa Couvert og urðum við ekki fyrir vonbrigðum. Frábært að uppgvötva alltaf nýja og nýja staði hérna. Það var mjög rólegt að gera en það var nú bara fínt. Það var nóg til á matseðlinum og margt sem kom til greina. Enduðum bæði á að fá okkur steik. Ég fór í nautið en Ægir í kálfinn. Bæði rosa gott. Það er bara alveg yndislegt að geta borðað svona í friði tvö, spjallað og notið matarinns. Staðurinn mjög flottur, veröndin algjört æði en þar var æðislegt útsýni. Við vorum á besta stað, upp við fallegt vatn og í kring um okkur var allt morandi í papriku og eplatrjám.
Hjóluðum svo inn í bæ og komum við á einum stað sem við erum fastakúnnar á og fengum okkur smá desert. Ég fékk mér kaldan vanillubúðing í krukku með sultu ofaná sem ég gat reyndar ekki borðað. Algjört jommí. Ægir fékk ostabakka og brauð sem var voða gott líka. Ég borðaði reyndar bara eina gerðina enda ekki mikil osta manneskja. Allt í einu byrjuðu þessar þvílíku þrumur, eldingar og rigningin var ógurleg. Biðum færis og stukkum út um leið og þrumurnar og eldingarnar hættu. Lentum samt í alveg ótrúlega mikilli dembu. Ji minn eini. Og ég á stuttermaskyrtu og hælaskóm og hvorugt okkar með regnhlíf enda albjart þegar við lögðum í hann. Hjóluðum eins og við ættum lífið að leisa heim en urðum heldur betur holdvot. Síðasta spölinn var ég nánast alveg hætt að sjá þar sem ég var komin með svo svaðalega mikinn maskara í augun. Það endaði með því að í beygjunni upp að húsi sá ég ekki neitt og hjólaði á runnana en slapp þó við að detta alveg inn í garð. Nörrabína. Mér var orðið ansi blaut og dreif mig í að skipta um föt. Það var nánast hægt að vinda hverja spjör af mér :). Úff hvað það var notalegt að skella sér í náttbuxur og bol. Við settumst svo og horfðum á ólypíuleikana. Mjög gaman. :) Frábært kvöld.
3 Comments:
At 6:30 e.h., Nafnlaus said…
jæja mín kæra mágkona, þá er ráðið að commenta hjá þér, kíkka á bloggið þitt daglega ef ekki oftar en commenta bara aldrei.
Okkur hlakkar mikið til að hitta ykkur í sept þegar þið flytjið on the kleik!!! en það er einmitt afar sneddý hjá ykkur að fara sem oftast út að borða áður en þið flytjið því það verður alveg örugglega ekki hægt að fara jafn oft út að borða hér á mánuði eins og hjá ykkur fyrir sama pening, og svo ég tali nú ekki um hvað kostar að fá stelpu til að passa fyrir sig, (kannski það sé samt ekkert dýrara)
En allaveg hafiði það sem allra best og við verðum í bandi.
Kveðja frá Ak
At 6:47 e.h., Nafnlaus said…
jæja kvitta bara á eina færslu þó ég hafi lesið þrjár.
Spurning með Skype á morgun? ég verð við tölvuna uppúr hádegi og alltaf með annað augað sennilega yfir daginn as usual. Láttu mig bara vita þegar þú ert við - sjáum hvað setur.
Anna Rósa
At 5:25 e.h., Unknown said…
arghhh
var búin að skrifa fullt sem seifaðist ekki.
Allavegana. Þið eruð ekkert smá dugleg að fara út að borða, enda skiljanlegt. Frábært að finna nýja og nýja matsölustaði en verst að geta ekki prófað þá með ykkur.
Hlakka til að fá ykkur heim og vona að við getum þá hist aðeins oftar en nú.
Skrifa ummæli
<< Home