MATARGATIÐ

föstudagur, október 28, 2005

Óheppnin eltir mig endalaust.

Af hverju í ósköpunum þarf ég alltaf að vera svona seinheppin?
Ótrúlegt vesen sem maður þarf alltaf að standa í út af öllu mögulegu.
T.d
Við erum ennþá að bíða eftir þessum blessuðu varahlutum í þvottavélina. Nú er búið að senda 2x varahluti til okkar, og í seinna skiptið var meira að segja draslið sett í forgangspóst, en nei nei..það hefur ekki skilað sér ennþá. Við erum bara búin að bíða núna í 6 vikur. Það mætti halda að við ættum heima í afdölum þar sem póstgöngur er af mjög svo takmörkuðum toga. En svo er nú aldeilis ekki skal ég segja ykkur. Hingað kemur póstur stundum 3 x á dag.

Ég er áskrifandi af Uppeldi heima á Íslandi. Ég hef verið í þvílíka baslinu við liðið sem vinnur þar. Fæ blöðin allt of seint, og loksins þegar þau koma að þá er það bara vegna þess að ég hef sent 5 e-mail til þeirra og skammast. Merkilegt að það sé svona erfitt að senda mér eitt stk. blað. Alma er líka áskrifandi og fær hún blöðin sín. Hvað er bara í gangi.

Svo er það Ok slúðurblaðið mitt sem er bara skemmtilegt :) ég fæ það blað reyndar alltaf á réttum tíma í hverri viku, en það er eitt sem ég var að fatta.
Þegar ég gerðist áskrifandi, að þá stóð í samningnum að ég ætti að fá síðustu 6 blöð frítt með. En.... auðvitað komu þau ekki.
Óþolandi vesen.

4 Comments:

  • At 3:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    blessuð dagný ég ætla bara að segja þe´r að það bendir allt til að þið komist ekki til akureyrar allavega þá getið þið bara reynt að finna okkur afþví að við erum að fenna í kaf. Það bara snjóar og snjóar gatan okkar fer örugglega alveg að verða ófær. Það sem er næst á dakskrá hjá okkur pottþétt er að kaupa okkur snjósleða hehehehehe jibbi híá þig þarna í sólinni :)

     
  • At 2:14 e.h., Blogger Dagný said…

    Ótrúlegt þetta veður þarna hjá ykkur. Sá í fréttunum að það er bara bandbrjálað veður út um allt land.
    Ætla að skella mér á geggjað flottan jólamarkað eftir helgi. Kemst þá kannski í pínu jólafíling :)
    Það er a.m.k ekki jólalegt hérna úti þessa dagana. Rúmlega 20 gráðu hiti og fínarí.

     
  • At 12:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ég sé bara tvær lausnir á þessu vandamáli:
    1: láta senda varahlutina til Ölmu
    2: láta senda varahlutina til OK sem síðan senda þá til þin með næsta hefti.

     
  • At 12:30 e.h., Blogger Dagný said…

    Góður Óli :)
    Af hverju var mér ekki búið að detta þetta í hug?
    Annars fer þessu veseni senn að ljúka. Garðar er að koma út eftir helgi og ætlar að grípa varahluti með sér. Svo er bara að vona að þeir passi.

     

Skrifa ummæli

<< Home