MATARGATIÐ

mánudagur, október 24, 2005

BEN & JERRY'S

Hvað er málið með þennan ís?
Allir að tala um hvað þetta sé sjúklega góður ís. Við Ægir erum nú svo sveitaleg, höfðum ekki smakkað svona ís fyrr en um helgina.

Þessi ís sem við prófuðum heitir Cookie Dough. Keypti hann að því að ég mundi svo vel eftir því að Dr. Gunni var einu sinni að tala um að þetta væri besti ís í heimi.
En ojojoj..þetta deig drasl, þvílíka ógeðið.

Er þetta kannski eini ísinn frá þeim sem er vondur?
Hvað finnst ykkur?
Já og hvað kostar þetta aftur heima? er það ekki bara um 800 kall?

6 Comments:

  • At 9:19 f.h., Blogger Dagný said…

    Takk Hafdís og sömuleiðis :)
    Horfði á þátt með honum á BBC í gærkvöldi. Frábær þáttur, og Robbie bara fyndinn.
    Það var verið að fylgjast með honum við upptöku þessarar nýju plötu og svo var verið að sýna frá gerð myndbandsins Tripping.
    :)
    Nú á að fara að gefa Duran frí í ræktinni og hlusta á Robbie :)

     
  • At 3:25 e.h., Blogger Dagný said…

    Nú ertu að misskilja eina ferðina enn Bogga mín. Þú ert algjör brandari verð ég að segja :)
    Ég held að Hafdís hafi verið að tala um að það séu 1000 kaloríur í einni svona dollu, en ekki að hann kostaði 1000 krónur.
    Sveppur :)

     
  • At 3:37 e.h., Blogger Unknown said…

    Ég er nú ekki mikil ískelling en besti ís sem ég hef smakkað er ostakökuísinn frá Haagen Daas. Hann er nammi enda finnst mér ostakökur æði. Kannski við kaupum hann bara á mánudaginn og borðum upp úr dollunni ég og þú..hihi

     
  • At 4:09 e.h., Blogger Dagný said…

    Jess Alma, gerum það :)

     
  • At 5:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    djös.helv. afsakaðu orðbragðið em það er bara alltaf þannig að það sem manni finnst geðveikt gott það er líka geðveikt óhollt eru virkilega 1000 kal í einni skitinni dollu djö maður. jæja það er nú ekki skritið að maður sé með nokkur auka lbs á sér . 'eg verð nú að vera sammála síðasta ræðumanni að ostakökuísinni fra haagen daas er svaka góður en mér finnst líka jarðaberja ísinn frá Benna er líka rosa góður en hann fæst ekki nema stundum og kostar ekki nema 450 kall í bónus heehe

     
  • At 10:58 f.h., Blogger Dagný said…

    Nei Bogga bogg..þú mátt alls ekki hætta að commentera hjá mér. Það er ágætt að hafa fleiri ruglubulla en mig hérna inni :)
    Gaman að þessu.

     

Skrifa ummæli

<< Home